„Panikkaði“ og skoraði sigurkörfu ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 12:30 Dearica Marie Hamby. Getty/Greg Nelson Las Vegas á lið í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa slegið út Chicago Sky með dramatískum hætti í síðustu umferð. Sigurkarfa leiksins var eftirminnileg og ótrúleg þegar tekið er mið af því að lið Las Vegas Aces var tveimur stigum undir og ekki með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var komið að ævintýralegum tilburðum Dearica Marie Hamby hjá Las Vegas Aces. Dearica Marie Hamby er 25 ára gömul og var á dögunum kosin besti sjötti leikmaður deildarinnar. Dearica Marie Hamby komst inn í sendingu hjá leikmanni Chicago Sky, hélt sér inn á vellinum, brunaði fram völlinn og skaut á körfuna langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Boltinn sigldi beina leið í körfuna og þetta reyndist sigurkarfa leiksins. Það sem Dearica Marie Hamby áttaði sig ekki á að það voru enn fimm sekúndur eftir. Hún hefði því vel getað farið nær eins og sjá má hér fyrir neðan.@dearicamarie shut the gym down with her heave from distance to propel the @LVAces to the #WNBAPlayoffs semifinals! pic.twitter.com/nnvYhgI1w2 — WNBA (@WNBA) September 16, 2019 Leikmönnum Chicago Sky tókst ekki að nýta sér lokasóknina sína og urðu því að sætta sig við 93-92 tap fyrir Las Vegas Aces. Las Vegas Aces mætir liði Washington Mystics í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Dearica Marie Hamby tjáði sig um þessa ótrúlegu sigurkörfu sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramIDK WHAT I DID TO DESERVE THIS but survive and advance baby!!!! (I forgot that we had 5 seconds and honestly, I panicked and got lucky) SEMIS NEXT!!! A post shared by dearica marie hamby (@dearicamarie) on Sep 15, 2019 at 6:13pm PDT „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona skilið en við lifðum þetta af og komust áfram. Ég gleymdi að það voru enn fimm sekúndur eftir. Ef ég segi alveg eins og er þá panikkaði ég en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Dearica Marie Hamby. Þetta var eina þriggja stiga skotið hennar í leiknum en hún endaði leikinn með 17 stig, 67 prósent skotnýtingu, 5 stoðsendingar, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Dearica Marie Hamby var með 11,0 stig og 7,6 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.The @dearicamarie game-winner in #PhantomCam#WNBAPlayoffspic.twitter.com/RSlRjZTIIf — WNBA (@WNBA) September 15, 2019 NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Las Vegas á lið í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa slegið út Chicago Sky með dramatískum hætti í síðustu umferð. Sigurkarfa leiksins var eftirminnileg og ótrúleg þegar tekið er mið af því að lið Las Vegas Aces var tveimur stigum undir og ekki með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var komið að ævintýralegum tilburðum Dearica Marie Hamby hjá Las Vegas Aces. Dearica Marie Hamby er 25 ára gömul og var á dögunum kosin besti sjötti leikmaður deildarinnar. Dearica Marie Hamby komst inn í sendingu hjá leikmanni Chicago Sky, hélt sér inn á vellinum, brunaði fram völlinn og skaut á körfuna langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Boltinn sigldi beina leið í körfuna og þetta reyndist sigurkarfa leiksins. Það sem Dearica Marie Hamby áttaði sig ekki á að það voru enn fimm sekúndur eftir. Hún hefði því vel getað farið nær eins og sjá má hér fyrir neðan.@dearicamarie shut the gym down with her heave from distance to propel the @LVAces to the #WNBAPlayoffs semifinals! pic.twitter.com/nnvYhgI1w2 — WNBA (@WNBA) September 16, 2019 Leikmönnum Chicago Sky tókst ekki að nýta sér lokasóknina sína og urðu því að sætta sig við 93-92 tap fyrir Las Vegas Aces. Las Vegas Aces mætir liði Washington Mystics í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Dearica Marie Hamby tjáði sig um þessa ótrúlegu sigurkörfu sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramIDK WHAT I DID TO DESERVE THIS but survive and advance baby!!!! (I forgot that we had 5 seconds and honestly, I panicked and got lucky) SEMIS NEXT!!! A post shared by dearica marie hamby (@dearicamarie) on Sep 15, 2019 at 6:13pm PDT „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona skilið en við lifðum þetta af og komust áfram. Ég gleymdi að það voru enn fimm sekúndur eftir. Ef ég segi alveg eins og er þá panikkaði ég en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Dearica Marie Hamby. Þetta var eina þriggja stiga skotið hennar í leiknum en hún endaði leikinn með 17 stig, 67 prósent skotnýtingu, 5 stoðsendingar, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Dearica Marie Hamby var með 11,0 stig og 7,6 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.The @dearicamarie game-winner in #PhantomCam#WNBAPlayoffspic.twitter.com/RSlRjZTIIf — WNBA (@WNBA) September 15, 2019
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum