Lögreglan á Vestfjörðum segist ætla að horfa í gegnum fingur sér með bannið, enda séu „veðurfarslegar aðstæður orðnar með þeim hætti,“ eins og embættið kemst að orði á Facebook-síðu sinni.
Aðra sögu er að segja frá Akureyri, þar sem bæjarbúar hafa verið hvattir til þess að draga úr notkun nagladekkja í bænum. Nagladekk auka svifryksmengun, valda hávaða og slíta malbiki hraðar en önnur dekk.
Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi snjósöfnun á norðanverðu landinu á morgun, Vestfjörðum þar með töldum. Jafnframt má búast við „vetraraðstæðum norðantil á landinu“ eins og veðurfræðingur kemst að orði: hálku, skafrenningi og lélegu skyggni á köflum.