Sendi nektarmyndir af barnsmóður sinni á yfir 200 netföng Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2019 06:00 Úr húsnæði Landsréttar í Kópavogi. Landsréttur staðfesti í gær að karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína kynferðislegu ofbeldi, meðal annars með dreifingu nektarmynda af henni, skuli sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent myndirnar á 235 netföng og að hafa birt þær á samfélagsmiðlum. Myndirnar á hann meðal annars að hafa sent til fjölskyldu konunnar, vina hennar, foreldra barna í bekk sonar þeirra og fleiri. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins hafi hafist í febrúar þegar konan lagði fram kæru á hendur manninum. Hún lýsti því í skýrslutökum að síðastliðin fjögur ár hefði maðurinn beitt hana miklu andlegu ofbeldi, og sagði hann hafa tryllst þegar hún vísaði honum út af heimili sínu. Í kjölfarið hefði hann byrjað að dreifa um tuttugu nektarmyndum af henni, sparkað í síðu hennar, hellt yfir hana mjólk og slegið son þeirra kinnhest. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að í febrúar og mars hafi 121 tölvupóstur verið sendur á 235 mismunandi netföng, en talið er að fleiri en einn viðtakandi geti verið að baki nokkrum þeirra póstfanga. Afrit af meirihluta tölvupóstanna var sent konunni. Maðurinn hefur neitað að tjá sig við lögreglu, að öðru leyti en því að hann kannist ekki við netföngin sem tölvupóstarnir voru sendir úr. Héraðsdómur féllst á að rökstuddur grunur væri um að hann hefði gerst sekur um brotin, og taldi ekki útilokað að hann gæti torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að eyða rafrænum sönnunargögnum, gangi hann laus. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær að karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína kynferðislegu ofbeldi, meðal annars með dreifingu nektarmynda af henni, skuli sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent myndirnar á 235 netföng og að hafa birt þær á samfélagsmiðlum. Myndirnar á hann meðal annars að hafa sent til fjölskyldu konunnar, vina hennar, foreldra barna í bekk sonar þeirra og fleiri. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins hafi hafist í febrúar þegar konan lagði fram kæru á hendur manninum. Hún lýsti því í skýrslutökum að síðastliðin fjögur ár hefði maðurinn beitt hana miklu andlegu ofbeldi, og sagði hann hafa tryllst þegar hún vísaði honum út af heimili sínu. Í kjölfarið hefði hann byrjað að dreifa um tuttugu nektarmyndum af henni, sparkað í síðu hennar, hellt yfir hana mjólk og slegið son þeirra kinnhest. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að í febrúar og mars hafi 121 tölvupóstur verið sendur á 235 mismunandi netföng, en talið er að fleiri en einn viðtakandi geti verið að baki nokkrum þeirra póstfanga. Afrit af meirihluta tölvupóstanna var sent konunni. Maðurinn hefur neitað að tjá sig við lögreglu, að öðru leyti en því að hann kannist ekki við netföngin sem tölvupóstarnir voru sendir úr. Héraðsdómur féllst á að rökstuddur grunur væri um að hann hefði gerst sekur um brotin, og taldi ekki útilokað að hann gæti torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að eyða rafrænum sönnunargögnum, gangi hann laus.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira