Körfubolti

Grindvíkingar biðjast afsökunar á klinkkastinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmaður Grindavíkur kastaði smámynt í átt að Kanervo (til hægri).
Stuðningsmaður Grindavíkur kastaði smámynt í átt að Kanervo (til hægri). vísir/vilhelm
Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur beðist afsökunar á því að stuðningsmaður liðsins kastaði smámynt í Antti Kanervo, leikmann Stjörnunnar, í leik liðanna í Röstinni í gær. Stjarnan vann leikinn, 76-83, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla. Grindavík er hins vegar komið í sumarfrí.

Í yfirlýsingu sem birtist á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í kvöld kemur fram að félagið fordæmi þessa hegðun stuðningsmannsins. Jafnframt kemur fram að formaður Stjörnunnar hafi fengið afsökunarbeiðni senda og um leið biðja Grindvíkingar Kanervo afsökunar framferði stuðningsmannsins.

Þá segir að rætt verði við stuðningsmanninn og hann sjái vonandi sóma sinn í að biðjast afsökunar á klinkkastinu.





Hlé var á leiknum þegar klinkinu var kastað í Kanervo. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók peningana upp, sýndi dómurum leiksins þá og klappaði svo kaldhæðnislega til stuðningsmanna Grindavíkur.



Atvikið, sem og umfjöllun Domino's Körfuboltakvölds um það, má sjá hér fyrir neðan.






Tengdar fréttir

Sjáðu klinkkastið í Grindavík

Ljótt atvik kom upp í Grindavík í gær þegar stuðningsmaður heimamanna kastaði klinki í Antti Kanervo, leikmann Stjörnunnar, undir lok leiks Stjörnunnar og Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×