Fótbolti

FIFA ósátt með fjarveru Cristiano Ronaldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Spænski miðillinn Marca greinir frá því FIFA sé ekki sátt með fjarveru Cristiano Ronaldo á lokahófi FIFA sem fór fram á mánudagskvöldið.

Ronaldo lét ekki sjá sig á hófinu í Mílan á mánudaginn en stórborgin er einungis 150 kílómetrum frá heimabæ Ronaldo, Tórínó.

Portúgalinn var tilnefndur sem besti leikmaður í heimi ásamt Lionel messi og Virgil Van Dijk en Argentínumaðurinn Messi vann verðlaunin í sjötta skipti.

FIFA hélt að Ronaldo mæta ásamt liðsfélaga sínum, Matthijs de Ligt, en þegar nær dró hófinu varð líklegra að Ronaldo myndi ekki mæta.







Marca bætir því við að fjarvera Ronaldo hafi ekki verið vegna þess að Messi myndi vinna verðlaunin en talið er að meiðsli Ronaldo hafi haldið honum frá hátíðinni.

Hann var ekki með Juventus í 2-1 sigri á Brescia í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×