Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 11:11 Mynd af Önnu-Elisabethu Falkevik Hagen sem lögregla birti í morgun. EPA/Norska lögreglan Norska lögreglan ráðlagði fjölskyldu Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi skammt frá Ósló í lok október, að verða ekki við kröfu mannræningjanna um yfir milljarð íslenskra króna í lausnargjald. Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan boðaði til vegna málsins í Ósló í dag. Fyrst var greint frá málinu í morgun en síðast sást til Falkevik Hagen þann 31. október síðastliðinn. Talið er að mannræningjar hafi ráðist á hana inni á baðherbergi inni á heimili hennar og eiginmannsins, Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Algjör leynd hafði hvílt yfir málinu þangað til í dag af ótta við að fjölmiðlaumfjöllun myndi stofna lífi Falkevik Hagen í hættu.Sjá einnig: Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið ræntFjölskyldan þarf sjálf að taka ákvörðun Tommy Brøske hjá rannsóknardeild norsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi vegna málsins í morgun að fyrir lægi milljónakrafa um lausnargjald auk alvarlegra hótana í garð Falkevik Hagen. Þá sagði hann að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Falkevik Hagen að verða ekki við kröfum mannræningjanna sem hljóða upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Brøske sagði að það væri þó undir fjölskyldunni sjálfri komið hvort lausnargjaldið verði greitt. Enginn er enn grunaður um aðild að málinu og telur lögregla að einstaklingar ókunnugir Falkevik Hagen hafi verið að verki. Þá séu vísbendingar um að þeir sem standa að baki hvarfi Falkevik Hagen séu reyndir mannræningjar en Brøske gaf ekki upp hvað það væri sem gæfi það til kynna.Lögregla hefur girt af heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi.EPA/OLE BERG-RUSTENEkkert lífsmark en heldur ekki vísbendingar um morð Þá fékkst staðfest á blaðamannafundinum að lögregla hefði aðeins verið í sambandi við ræningjana í gegnum netið. Brøske vildi ekki gefa neitt uppi um hvaða samskiptaforrit var notast við og gat ekki heldur tjáð sig um það hvenær lögregla hefði heyrt í mannræningjunum síðast. Brøske sagði jafnframt að lögregla hefði ekki fengið staðfest lífsmark með Falkevik Hagen síðan hún hvarf í október. Hann lagði þó áherslu á að ekki væru heldur neinar vísbendingar um að henni hefði verið ráðinn bani Þá viti lögregla ekki hvar Falkevik Hagen er niðurkomin og ekki heldur hvort henni hafi verið haldið á sama stað síðan henni var rænt. Mannræningjarnir gætu jafnframt hafa búið sér felustað í Noregi eða farið með hana úr landi. Lögregla biðlar einnig til allra sem gætu búið yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu. Þá er sérstaklega óskað eftir myndefni af svæðinu í kringum húsið í Fjellhammer sem tekið var upp um það leyti sem síðast sást til Falkevik Hagen. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Norska lögreglan ráðlagði fjölskyldu Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi skammt frá Ósló í lok október, að verða ekki við kröfu mannræningjanna um yfir milljarð íslenskra króna í lausnargjald. Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan boðaði til vegna málsins í Ósló í dag. Fyrst var greint frá málinu í morgun en síðast sást til Falkevik Hagen þann 31. október síðastliðinn. Talið er að mannræningjar hafi ráðist á hana inni á baðherbergi inni á heimili hennar og eiginmannsins, Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Algjör leynd hafði hvílt yfir málinu þangað til í dag af ótta við að fjölmiðlaumfjöllun myndi stofna lífi Falkevik Hagen í hættu.Sjá einnig: Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið ræntFjölskyldan þarf sjálf að taka ákvörðun Tommy Brøske hjá rannsóknardeild norsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi vegna málsins í morgun að fyrir lægi milljónakrafa um lausnargjald auk alvarlegra hótana í garð Falkevik Hagen. Þá sagði hann að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Falkevik Hagen að verða ekki við kröfum mannræningjanna sem hljóða upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Brøske sagði að það væri þó undir fjölskyldunni sjálfri komið hvort lausnargjaldið verði greitt. Enginn er enn grunaður um aðild að málinu og telur lögregla að einstaklingar ókunnugir Falkevik Hagen hafi verið að verki. Þá séu vísbendingar um að þeir sem standa að baki hvarfi Falkevik Hagen séu reyndir mannræningjar en Brøske gaf ekki upp hvað það væri sem gæfi það til kynna.Lögregla hefur girt af heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi.EPA/OLE BERG-RUSTENEkkert lífsmark en heldur ekki vísbendingar um morð Þá fékkst staðfest á blaðamannafundinum að lögregla hefði aðeins verið í sambandi við ræningjana í gegnum netið. Brøske vildi ekki gefa neitt uppi um hvaða samskiptaforrit var notast við og gat ekki heldur tjáð sig um það hvenær lögregla hefði heyrt í mannræningjunum síðast. Brøske sagði jafnframt að lögregla hefði ekki fengið staðfest lífsmark með Falkevik Hagen síðan hún hvarf í október. Hann lagði þó áherslu á að ekki væru heldur neinar vísbendingar um að henni hefði verið ráðinn bani Þá viti lögregla ekki hvar Falkevik Hagen er niðurkomin og ekki heldur hvort henni hafi verið haldið á sama stað síðan henni var rænt. Mannræningjarnir gætu jafnframt hafa búið sér felustað í Noregi eða farið með hana úr landi. Lögregla biðlar einnig til allra sem gætu búið yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu. Þá er sérstaklega óskað eftir myndefni af svæðinu í kringum húsið í Fjellhammer sem tekið var upp um það leyti sem síðast sást til Falkevik Hagen.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02