Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 11:11 Mynd af Önnu-Elisabethu Falkevik Hagen sem lögregla birti í morgun. EPA/Norska lögreglan Norska lögreglan ráðlagði fjölskyldu Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi skammt frá Ósló í lok október, að verða ekki við kröfu mannræningjanna um yfir milljarð íslenskra króna í lausnargjald. Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan boðaði til vegna málsins í Ósló í dag. Fyrst var greint frá málinu í morgun en síðast sást til Falkevik Hagen þann 31. október síðastliðinn. Talið er að mannræningjar hafi ráðist á hana inni á baðherbergi inni á heimili hennar og eiginmannsins, Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Algjör leynd hafði hvílt yfir málinu þangað til í dag af ótta við að fjölmiðlaumfjöllun myndi stofna lífi Falkevik Hagen í hættu.Sjá einnig: Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið ræntFjölskyldan þarf sjálf að taka ákvörðun Tommy Brøske hjá rannsóknardeild norsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi vegna málsins í morgun að fyrir lægi milljónakrafa um lausnargjald auk alvarlegra hótana í garð Falkevik Hagen. Þá sagði hann að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Falkevik Hagen að verða ekki við kröfum mannræningjanna sem hljóða upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Brøske sagði að það væri þó undir fjölskyldunni sjálfri komið hvort lausnargjaldið verði greitt. Enginn er enn grunaður um aðild að málinu og telur lögregla að einstaklingar ókunnugir Falkevik Hagen hafi verið að verki. Þá séu vísbendingar um að þeir sem standa að baki hvarfi Falkevik Hagen séu reyndir mannræningjar en Brøske gaf ekki upp hvað það væri sem gæfi það til kynna.Lögregla hefur girt af heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi.EPA/OLE BERG-RUSTENEkkert lífsmark en heldur ekki vísbendingar um morð Þá fékkst staðfest á blaðamannafundinum að lögregla hefði aðeins verið í sambandi við ræningjana í gegnum netið. Brøske vildi ekki gefa neitt uppi um hvaða samskiptaforrit var notast við og gat ekki heldur tjáð sig um það hvenær lögregla hefði heyrt í mannræningjunum síðast. Brøske sagði jafnframt að lögregla hefði ekki fengið staðfest lífsmark með Falkevik Hagen síðan hún hvarf í október. Hann lagði þó áherslu á að ekki væru heldur neinar vísbendingar um að henni hefði verið ráðinn bani Þá viti lögregla ekki hvar Falkevik Hagen er niðurkomin og ekki heldur hvort henni hafi verið haldið á sama stað síðan henni var rænt. Mannræningjarnir gætu jafnframt hafa búið sér felustað í Noregi eða farið með hana úr landi. Lögregla biðlar einnig til allra sem gætu búið yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu. Þá er sérstaklega óskað eftir myndefni af svæðinu í kringum húsið í Fjellhammer sem tekið var upp um það leyti sem síðast sást til Falkevik Hagen. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Norska lögreglan ráðlagði fjölskyldu Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi skammt frá Ósló í lok október, að verða ekki við kröfu mannræningjanna um yfir milljarð íslenskra króna í lausnargjald. Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan boðaði til vegna málsins í Ósló í dag. Fyrst var greint frá málinu í morgun en síðast sást til Falkevik Hagen þann 31. október síðastliðinn. Talið er að mannræningjar hafi ráðist á hana inni á baðherbergi inni á heimili hennar og eiginmannsins, Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Algjör leynd hafði hvílt yfir málinu þangað til í dag af ótta við að fjölmiðlaumfjöllun myndi stofna lífi Falkevik Hagen í hættu.Sjá einnig: Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið ræntFjölskyldan þarf sjálf að taka ákvörðun Tommy Brøske hjá rannsóknardeild norsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi vegna málsins í morgun að fyrir lægi milljónakrafa um lausnargjald auk alvarlegra hótana í garð Falkevik Hagen. Þá sagði hann að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Falkevik Hagen að verða ekki við kröfum mannræningjanna sem hljóða upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Brøske sagði að það væri þó undir fjölskyldunni sjálfri komið hvort lausnargjaldið verði greitt. Enginn er enn grunaður um aðild að málinu og telur lögregla að einstaklingar ókunnugir Falkevik Hagen hafi verið að verki. Þá séu vísbendingar um að þeir sem standa að baki hvarfi Falkevik Hagen séu reyndir mannræningjar en Brøske gaf ekki upp hvað það væri sem gæfi það til kynna.Lögregla hefur girt af heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi.EPA/OLE BERG-RUSTENEkkert lífsmark en heldur ekki vísbendingar um morð Þá fékkst staðfest á blaðamannafundinum að lögregla hefði aðeins verið í sambandi við ræningjana í gegnum netið. Brøske vildi ekki gefa neitt uppi um hvaða samskiptaforrit var notast við og gat ekki heldur tjáð sig um það hvenær lögregla hefði heyrt í mannræningjunum síðast. Brøske sagði jafnframt að lögregla hefði ekki fengið staðfest lífsmark með Falkevik Hagen síðan hún hvarf í október. Hann lagði þó áherslu á að ekki væru heldur neinar vísbendingar um að henni hefði verið ráðinn bani Þá viti lögregla ekki hvar Falkevik Hagen er niðurkomin og ekki heldur hvort henni hafi verið haldið á sama stað síðan henni var rænt. Mannræningjarnir gætu jafnframt hafa búið sér felustað í Noregi eða farið með hana úr landi. Lögregla biðlar einnig til allra sem gætu búið yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu. Þá er sérstaklega óskað eftir myndefni af svæðinu í kringum húsið í Fjellhammer sem tekið var upp um það leyti sem síðast sást til Falkevik Hagen.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02