Fótbolti

„Stuðningsmennirnir í dag eru heimskari en þeir voru“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yaya Toure með míkrafóninn.
Yaya Toure með míkrafóninn. Getty/Visual China Group

Yaya Toure hefur aldrei verið hræddur við að segja það sem honum finnst og það má sjá dæmi um það í nýju viðtali við hann um kynþáttafordóma í fótboltaheiminum sem hafa verið mun meira áberandi að undanförnu en oft áður.

Yaya Toure er fyrrum leikmaður Manchester City og Barcelona og hefur mátt þola kynþáttafordóma á eigin skinni á sínum fótboltaferli. Hann er samt á því að staðan í þessum málum í dag sé verri og hann er líka með kenningu um af hverju það sé.

„Stuðningsmennirnir í dag eru heimskari en þeir voru,“ sagði Yaya Toure um ástæðuna fyrir þessari slæmu þróun í rasisma innan fótboltans.



„Ég hef rætt þetta mál við FIFA því þetta er mjög mikilvægt málefni. Það verður samt erfitt að sigrast á þessu því það mun taka mjög langan tíma,“ sagði Yaya Toure.

„Bæði stuðningsfólkið og fólk almennt er heimskara í dag en það var áður,“ sagði Yaya Toure.

Staðan er hvergi verri en á Ítalíu þar sem má ekki aðeins finn rasisma í stúkunni heldur einnig á forsíðum blaða og á veggspjöldum ítölsku deildarinnar.

Það hafa einnig komið upp tilfelli í enska fótboltanum og sem dæmi um það var maður handtekinn á tökunum eftir að hafa verið með kynþáttafordóma á leik Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

„Auðvitað er þetta sjokkerandi af því að árið er 2019. Það munu koma upp krakkar árið 2020, 2025 og hvað ætlum við að gera fyrir þau? Það er ekki hægt að halda svona áfram,“ sagði Yaya Toure.

Yaya Toure er 36 ára gamall og er að spila með Qingdao Huanghai í Kína. Hann varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester City og tvisvar spænskur meistari með Barcelona. Þá vann hann einnig Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×