Fótbolti

Neymar þarf ekki að fara í aðgerð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Neymar hefur átt betri daga
Neymar hefur átt betri daga vísir/getty
Það hefur gustað um brasilísku knattspyrnuhetjuna Neymar að undanförnu en eftir erfiðar vikur fékk hann loks jákvæðar fréttir þegar í ljós kom að hann þarf ekki að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hann hlaut í vináttuleik gegn Katar á dögunum.

Neymar fékk þungt högg á ökklann og var óttast að hann yrði lengi frá. Hann fór strax undir hendur læknateymis PSG og í gær sendi franska stórveldið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Neymar þyrfti ekki að fara í aðgerð.

Í yfirlýsingunni kom einnig fram að Neymar ætti að geta hafið æfingar að nýju eftir fjórar vikur en meiðslin gera það að verkum að hann mun ekki taka þátt í Copa America sem senn fer að hefjast í Brasilíu. Hann ætti hins vegar að geta tekið fullan þátt í undirbúningstímabili PSG.

Tengdar fréttir

Willian inn fyrir Neymar

Willian mun taka sæti Neymar í brasilíska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta.

Nauðgun, skattsvik og meiðsli

Síðastliðið ár hefur ekki verið dans á rósum hjá brasilíska leikmanninum Neymar. Heimurinn fékk nóg af leikaraskap hans á HM, hann hefur tvisvar farið í leikbann – fyrir að móðga dómara og slá áhorfanda, misst fyrirliðabandið í l




Fleiri fréttir

Sjá meira


×