Enski boltinn

Guardiola: Slæmur dagur hjá City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola hefur stýrt Manchester City til Englandsmeistaratitils síðustu tvö ár
Pep Guardiola hefur stýrt Manchester City til Englandsmeistaratitils síðustu tvö ár vísir/getty
Pep Guardiola sagði Manchester City ekki hafa átt sinn besta dag í dag, en liðið tapaði fyrir Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni.

„Við byrjuðum vel, við vildum vera þolinmóðir með okkar leik því við vitum hversu vel þeir verjast,“ sagði Guardiola eftir leikinn.

Úlfarnir unnu 2-0 sigur en bæði mörkin komu seint í seinni hálfleik.

„Við leyfðum þeim að hlaupa á okkur, urðum stressaðir og við náðum ekki að skapa okkur færi. Þetta var slæmur dagur.“

„Þeir spila á löngum boltum og verjast, fara svo í skyndisóknir. Þetta er líkamlega sterkt lið og við vitum hverjir styrkleikar þeirra eru. Við vorum ekki nógu skipulagðir og töpuðum boltanum á stöðum þar sem við megum ekki tapa honum.“

„Við munum reyna að koma til baka.“

Manchester City er nú átta stigum á eftir Liverpool á toppi deildarinnar og aðeins stigi á undan Arsenal í þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×