Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. mars 2019 18:53 Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Vísir/vilhelm Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Félagsdómur greindi frá niðurstöðu sinni á sjöunda tímanum í kvöld að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.Þetta eru fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um. Fyrstu aðgerðirnar áttu að hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi. Í kvöldfréttum RÚV tjáði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sig um rökstuðning niðurstöðunnar: „Rökin eru þau að þetta standist ekki vinnulöggjöfina og þessi beiting verkfallsréttarins og þróun hans standist einfaldlega ekki lög og því séu þessi boðuðu verkföll ólögmæt og komi þar af leiðandi ekki til framkvæmda.“ Aðspurður hvort komið hefði á óvart hve fljótur Félagsdómur var að úrskurða í málinu svarar Halldór því til að hann hafi verið afar viss í sinni sök. „Það tók félagsdóm rétt um þrjár klukkustundir að komast að einróma niðurstöðu. Við vorum auðvitað viss í okkar sök að þessi skrumskæling vinnulöggjafarinnar gæti ekki staðist og við fögnum því úrskurði Félagsdóms í dag.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum hafi verið reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.vísir/vilhelmForsvarsmenn Eflingar lýsa yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að því miður fái félagsmennirnir ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Boðaðar aðgerðir hefðu verið hófsamar og byggt á stigmögnun í tað fest að til fullra áhrifa hefði komið strax. Forsvarsmenn Eflingar segjast hlíta dómnum og hyggjast læra af honum. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samtök atvinnulífsins höfðuðu í annað sinn mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi. Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagt að með boðuðum verkföllum og vinnutruflunum hafi Efling reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.Dómur félagsdóms hefur ekki verið birtur. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Félagsdómur greindi frá niðurstöðu sinni á sjöunda tímanum í kvöld að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.Þetta eru fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um. Fyrstu aðgerðirnar áttu að hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi. Í kvöldfréttum RÚV tjáði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sig um rökstuðning niðurstöðunnar: „Rökin eru þau að þetta standist ekki vinnulöggjöfina og þessi beiting verkfallsréttarins og þróun hans standist einfaldlega ekki lög og því séu þessi boðuðu verkföll ólögmæt og komi þar af leiðandi ekki til framkvæmda.“ Aðspurður hvort komið hefði á óvart hve fljótur Félagsdómur var að úrskurða í málinu svarar Halldór því til að hann hafi verið afar viss í sinni sök. „Það tók félagsdóm rétt um þrjár klukkustundir að komast að einróma niðurstöðu. Við vorum auðvitað viss í okkar sök að þessi skrumskæling vinnulöggjafarinnar gæti ekki staðist og við fögnum því úrskurði Félagsdóms í dag.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum hafi verið reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.vísir/vilhelmForsvarsmenn Eflingar lýsa yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að því miður fái félagsmennirnir ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Boðaðar aðgerðir hefðu verið hófsamar og byggt á stigmögnun í tað fest að til fullra áhrifa hefði komið strax. Forsvarsmenn Eflingar segjast hlíta dómnum og hyggjast læra af honum. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samtök atvinnulífsins höfðuðu í annað sinn mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi. Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagt að með boðuðum verkföllum og vinnutruflunum hafi Efling reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.Dómur félagsdóms hefur ekki verið birtur.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48