Augsburg staðfesti það á Twitter síðu sinni að Alfreð hefði gengist undir aðgerð á kálfa og kæmi ekki meira við sögu hjá þýska liðinu á tímabilinu.
Framherjinn hefur verið óheppinn með meiðsli á tímabilinu, hann spilaði aðeins 18 af 30 deildarleikjum Augsburg til þessa og þá gat hann ekki verið með í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni í haust.
Leikirnir við Albaníu og Tyrkland á Laugardalsvelli í júní eru gríðarlega mikilvægir og verður Ísland að fá sex stig úr þeim ætli liðið sér að komast í lokakeppni þriðja stórmótsins í röð.
Update: We are delighted to announce that @A_Finnbogason's operation went well and he has started his recovery
See you soon, Finnbo! #FCA pic.twitter.com/l9mXKtDcvE
— FC Augsburg English (@FCA_World) April 22, 2019