Innlent

Fara fram á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir lektornum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Frá aðgerðum lögreglu á Þorláksmessukvöld við heimili Kristjáns.
Frá aðgerðum lögreglu á Þorláksmessukvöld við heimili Kristjáns.

Farið verður fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, á morgun samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu.

Kristján er grunaður um að hafa svipt þrjár konur frelsi og beitt þær kynferðislegu ofbeldi á heimili sínu á aðfangadag og jóladag.

Í gærkvöldi aflétti Landréttur einangrun yfir Kristjáni en hann er áfram í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann í farsíma-, heimsóknar- og fjölmiðlabanni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekki búið að yfirheyra Kristján Gunnar í dag en rannsókn málsins er í fullum gangi.

Lögmaður Kristjáns Gunnars vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag en sá sem gætti hagsmuna hans í fyrstu sagði sig frá því í gær.


Tengdar fréttir

Lektorinn ekki lengur í einangrun

Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×