Boston Celtics er í góðum gír um þessar mundir. Liðið vann sinn fimmta leik í röð þegar það bar sigurorð af Cleveland Cavaliers, 129-117.
Jaylen Brown skoraði 34 stig fyrir Boston. Hann hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í NBA-deildinni á ferlinum. Jayson Tatum skoraði 30 stig. Boston er í 2. sæti Austurdeildarinnar.
@FCHWPO GOES OFF for a career-high 34 PTS to lead the @celtics to 13-1 at home!
— NBA (@NBA) December 27, 2019
34 PTS | 9 REB | 5 3PM pic.twitter.com/Njs559IPmR
Fimm aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.
Goran Dragic tryggði Miami Heat sigur á Indiana Pacers, 113-112. Slóveninn skoraði sigurkörfuna þegar tæpar sjö sekúndur voru til leiksloka.
Miami er með besta heimavallarárangurinn í deildinni; 14 sigra og aðeins eitt tap. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 20 stig. Fjórtán þeirra komu af vítalínunni.
Goran Dragic guides it in for the win! #HEATTwitterpic.twitter.com/wYPCAI2MF5
— NBA (@NBA) December 28, 2019
Giannis Antetokounmpo hvíldi hjá Milwaukee Bucks sem sigraði Atlanta Hawks, 86-112. Milwaukee er með besta árangurinn í deildinni; 28 sigra og fimm töp.
Khris Middleton skoraði 23 stig fyrir Milwaukee og Ersan Ilyasova var með 18 stig og 14 fráköst.
@Khris22m leads the @Bucks to an NBA-best 28th win!
— NBA (@NBA) December 28, 2019
23 PTS | 8 REB | 7 AST | 3 3PM pic.twitter.com/HYBVMD6F7O
Golden State Warriors vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið lagði Phoenix Suns að velli, 105-96.
D'Angelo Russell var stigahæstur í liði Golden State með 31 stig. Þrátt fyrir gott gengi að undanförnu er liðið enn á botni Vesturdeildarinnar.
@Dloading goes for 31 PTS in the @warriors' 4th-consecutive W! #DubNationpic.twitter.com/C3JYyKx1mt
— NBA (@NBA) December 28, 2019
Úrslitin í nótt:
Boston 129-117 Cleveland
Miami 113-112 Indiana
Atlanta 86-112 Milwaukee
Golden State 105-96 Phoenix
Charlotte 102-104 Oklahoma
Orlando 98-97 Philadelphia
the updated #NBA standings through Dec. 27! pic.twitter.com/3D75RLbjco
— NBA (@NBA) December 28, 2019