Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 20:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gagnrýndi þróun þingstarfa undanfarnar vikur rétt áður en þingi var frestað nú á níunda tímanum. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá var þingi frestað þangað til í lok ágúst þegar umræða um orkupakkann verður tekin aftur upp, samkvæmt samkomulagi við Miðflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gagnrýndi jafnframt lengd þingsins og álag á starfsfólki í aðdraganda þingloka áður en þingi var frestað nú í kvöld. Fjármálaáætlunin var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 16 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allar breytingartillögur minnihlutans voru felldar en báðar þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. fjármálaáætlunin og fjármálastefnan, hafa verið umdeildar. Í dag kom til dæmis til snarpra orðaskipta á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif.Helgi Bernódusson fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis tekur í hönd Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis þegar sá fyrrnefndi var kvaddur á lokadegi þingsins í kvöld.Skjáskot/AlþingiÞegar atkvæðagreiðslum um fjármálin lauk tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis til máls og þakkaði Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis fyrir vel unnin störf en Helgi hættir sem skrifstofustjóri við lok þessa þings. Helgi var kallaður fram á gólf í þingsal og hann leystur út með blómvendi og lófaklappi úr þingsal.Ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi“ Þá notaði Steingrímur tækifærið áður en þingi var frestað og gagnrýndi lengd þinghalds hér á landi, sem hann sagði langtum lengra en gengur og gerist í nágrannalöndum. „Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist þó fullmeðvitaður um að hann væri ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi,“ enda hafi hann oft verið í stjórnarandstöðu. Í framhaldinu sagði hann raunar engan í salnum vera með „hreint sakavottorð“ í þessum efnum. „Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æskilega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþingis en hvorutveggja getur aðeins verið áunnið,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki á Alþingi miðað við hvernig álagið hafi verið undanfarna daga. „Það álag sem hefur verið á starfsfólki að undanförnu er mér áhyggjuefni,“ sagði Steingrímur. Þar má ætla að hann vísi að einhverju leyti í hinn langa aðdraganda sem var að þinglokum, m.a. vegna málþófs Miðflokksmanna um 3. orkupakkann en nokkrir þingmenn hafa sakað þá um að halda þinginu í gíslingu nú í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom svo í ræðustól klukkan 20 mínútur yfir átta og frestaði þingi formlega til 28. ágúst næstkomandi með umboði frá forseta Íslands. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá var þingi frestað þangað til í lok ágúst þegar umræða um orkupakkann verður tekin aftur upp, samkvæmt samkomulagi við Miðflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gagnrýndi jafnframt lengd þingsins og álag á starfsfólki í aðdraganda þingloka áður en þingi var frestað nú í kvöld. Fjármálaáætlunin var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 16 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allar breytingartillögur minnihlutans voru felldar en báðar þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. fjármálaáætlunin og fjármálastefnan, hafa verið umdeildar. Í dag kom til dæmis til snarpra orðaskipta á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif.Helgi Bernódusson fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis tekur í hönd Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis þegar sá fyrrnefndi var kvaddur á lokadegi þingsins í kvöld.Skjáskot/AlþingiÞegar atkvæðagreiðslum um fjármálin lauk tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis til máls og þakkaði Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis fyrir vel unnin störf en Helgi hættir sem skrifstofustjóri við lok þessa þings. Helgi var kallaður fram á gólf í þingsal og hann leystur út með blómvendi og lófaklappi úr þingsal.Ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi“ Þá notaði Steingrímur tækifærið áður en þingi var frestað og gagnrýndi lengd þinghalds hér á landi, sem hann sagði langtum lengra en gengur og gerist í nágrannalöndum. „Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist þó fullmeðvitaður um að hann væri ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi,“ enda hafi hann oft verið í stjórnarandstöðu. Í framhaldinu sagði hann raunar engan í salnum vera með „hreint sakavottorð“ í þessum efnum. „Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æskilega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþingis en hvorutveggja getur aðeins verið áunnið,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki á Alþingi miðað við hvernig álagið hafi verið undanfarna daga. „Það álag sem hefur verið á starfsfólki að undanförnu er mér áhyggjuefni,“ sagði Steingrímur. Þar má ætla að hann vísi að einhverju leyti í hinn langa aðdraganda sem var að þinglokum, m.a. vegna málþófs Miðflokksmanna um 3. orkupakkann en nokkrir þingmenn hafa sakað þá um að halda þinginu í gíslingu nú í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom svo í ræðustól klukkan 20 mínútur yfir átta og frestaði þingi formlega til 28. ágúst næstkomandi með umboði frá forseta Íslands.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04
Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00
Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent