Fundurinn hefst klukkan 12:15 og hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Á fundinum kynnir KSÍ fyrirætlanir á sviði eFótbolta og verkefni sem framundan eru.
Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) kynnir starfsemi sína og hvernig samtökin geta aðstoðað félög við uppbyggingu rafíþróttastarfs.
Þá segir rafíþróttadeild Fylkis frá reynslu sinni af uppbyggingu deildarinnar.