Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 12:14 Loftslagsmótmælendur við ríkisþinghúsið í Salem. Reiði þeirra beinist nú ekki aðeins að repúblikönum heldur einnig að demókrötum fyrir að lúffa fyrir þeim. AP/Sarah Zimmerman Frumvarp um að koma á viðskiptakerfi með losunarheimildir í Oregon í Bandaríkjunum er að líkindum dautt þar sem ekki er nægilegur stuðningur við það á ríkisþinginu, að sögn forseta öldungadeildar þess. Þingmenn repúblikana flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að hægt yrði að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir helgi. Demókratar fara með meirihluta á ríkisþingi Oregon í Salem. Þeir huguðust til taka atkvæða frumvarp sem hefði komið á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem átti að vera hryggjarstykkið í aðgerðum ríkisins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Oregon hefði orðið aðeins annað ríki Bandaríkjanna til að lögleiða slíkt kerfi, á eftir Kaliforníu. Allir ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana, sem eru andsnúnir frumvarpinu, gripu til þess ráðs að flýja ríkið á fimmtudag. Það gerðu þeir til að koma í veg fyrir að demókratar gætu samþykkt frumvarpið. Demókratar hafa átján þingmenn í öldungadeildinni en tuttugu þingmenn þurfa að vera í salnum til að hægt sé að taka mál til atkvæðagreiðslu. Ekkert stoðaði að Kate Brown, ríkisstjóri og demókrati, skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á repúblikönunum og færa þá í þinghúsið því þeir höfðu yfirgefið Oregon. Þinghúsinu var lokað um helgina vegna hættu sem var talin stafa af vopnuðum hægrisinnuðum sveitum sem styðja repúblikanana. Ein þeirra sveita tók þátt í hertöku á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem endaði með mannfalli árið 2016. Á endanum mættu innan við hundrað manns á mótmælin sem repúblikanar skipulögðu. Einn þingmaður repúblikana virtist hóta ríkislögreglumönnum sem hafði verið skipað að færa þingmennina í þinghúsið. „Sendið piparsveina og komið þungvopnaðir. Ég ætla ekki að verða að pólitískum fanga,“ sagði Brian Boquist, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem flúði ríkið.Lítill hópur stuðningsmanna repúblikana kom saman við þinghúsið á sunnudag. Þinghúsinu var læst af ótta við vopnaðar hægrisinnaðar sveitir sem sóru repúblikönunum stuðning.AP/Sarah ZimmermanSegir repúblikana standa gegn lýðræðinu Nú segir Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar, að frumvarpið nyti ekki lengur nægilegs stuðnings innan þingflokks demókrata. Biðlaði hann til repúblikana um að snúa heim svo hægt yrði að afgreiða fjárlög og fleiri mál sem hafa setið á hakanum síðustu vikuna. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Hundruð mótmælenda sem voru komnir saman við ríkisþinghúsið til þess að mótmæla aðgerðum repúblikana beindu reiði sinni þá í staðinn að demókrötum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungir loftslagsaðgerðasinnar sneru baki í Courtney og hrópuðu slagorð gegn honum. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að þingmennirnir ætli ekki að snúa aftur heim fyrr en þeir fá frekari tryggingar frá demókrötum fyrir því að losunarkerfisfrumvarpið sé endanlega dautt og grafið. „Við verðum að fá frekari tryggingar til þess að repúblikönunum líði þægilega með ferlið,“ segir Baertschiger. Demókratar í Oregon saka repúblikana um að vega að lýðræði í ríkinu með því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um mál sem hafði meirihluta atkvæða að baki sér. „Repúblikanarnir standa ekki gegn loftslagsbreytingum, þeir standa gegn lýðræði,“ segir Brown ríkisstjóri. Hún hefur sagt að vilji repúblikanar semja um þinglok verði þeir að snúa aftur í þinghúsið fyrst. Leiðtogar demókratar ættu ekki að verðlauna þá fyrir slæma hegðun með því að semja við þá á bak við tjöldin. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Frumvarp um að koma á viðskiptakerfi með losunarheimildir í Oregon í Bandaríkjunum er að líkindum dautt þar sem ekki er nægilegur stuðningur við það á ríkisþinginu, að sögn forseta öldungadeildar þess. Þingmenn repúblikana flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að hægt yrði að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir helgi. Demókratar fara með meirihluta á ríkisþingi Oregon í Salem. Þeir huguðust til taka atkvæða frumvarp sem hefði komið á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem átti að vera hryggjarstykkið í aðgerðum ríkisins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Oregon hefði orðið aðeins annað ríki Bandaríkjanna til að lögleiða slíkt kerfi, á eftir Kaliforníu. Allir ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana, sem eru andsnúnir frumvarpinu, gripu til þess ráðs að flýja ríkið á fimmtudag. Það gerðu þeir til að koma í veg fyrir að demókratar gætu samþykkt frumvarpið. Demókratar hafa átján þingmenn í öldungadeildinni en tuttugu þingmenn þurfa að vera í salnum til að hægt sé að taka mál til atkvæðagreiðslu. Ekkert stoðaði að Kate Brown, ríkisstjóri og demókrati, skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á repúblikönunum og færa þá í þinghúsið því þeir höfðu yfirgefið Oregon. Þinghúsinu var lokað um helgina vegna hættu sem var talin stafa af vopnuðum hægrisinnuðum sveitum sem styðja repúblikanana. Ein þeirra sveita tók þátt í hertöku á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem endaði með mannfalli árið 2016. Á endanum mættu innan við hundrað manns á mótmælin sem repúblikanar skipulögðu. Einn þingmaður repúblikana virtist hóta ríkislögreglumönnum sem hafði verið skipað að færa þingmennina í þinghúsið. „Sendið piparsveina og komið þungvopnaðir. Ég ætla ekki að verða að pólitískum fanga,“ sagði Brian Boquist, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem flúði ríkið.Lítill hópur stuðningsmanna repúblikana kom saman við þinghúsið á sunnudag. Þinghúsinu var læst af ótta við vopnaðar hægrisinnaðar sveitir sem sóru repúblikönunum stuðning.AP/Sarah ZimmermanSegir repúblikana standa gegn lýðræðinu Nú segir Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar, að frumvarpið nyti ekki lengur nægilegs stuðnings innan þingflokks demókrata. Biðlaði hann til repúblikana um að snúa heim svo hægt yrði að afgreiða fjárlög og fleiri mál sem hafa setið á hakanum síðustu vikuna. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Hundruð mótmælenda sem voru komnir saman við ríkisþinghúsið til þess að mótmæla aðgerðum repúblikana beindu reiði sinni þá í staðinn að demókrötum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungir loftslagsaðgerðasinnar sneru baki í Courtney og hrópuðu slagorð gegn honum. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að þingmennirnir ætli ekki að snúa aftur heim fyrr en þeir fá frekari tryggingar frá demókrötum fyrir því að losunarkerfisfrumvarpið sé endanlega dautt og grafið. „Við verðum að fá frekari tryggingar til þess að repúblikönunum líði þægilega með ferlið,“ segir Baertschiger. Demókratar í Oregon saka repúblikana um að vega að lýðræði í ríkinu með því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um mál sem hafði meirihluta atkvæða að baki sér. „Repúblikanarnir standa ekki gegn loftslagsbreytingum, þeir standa gegn lýðræði,“ segir Brown ríkisstjóri. Hún hefur sagt að vilji repúblikanar semja um þinglok verði þeir að snúa aftur í þinghúsið fyrst. Leiðtogar demókratar ættu ekki að verðlauna þá fyrir slæma hegðun með því að semja við þá á bak við tjöldin.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25