Microsoft varar við Daily Mail í vefvafra sínum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 20:12 Snjalltækjaútgáfa Edge-vafrans er nú með viðbót sem á að reyna að stemma stigu við útbreiðslu falsfrétta. Vísir/Getty Netverjar sem fara inn á vefsíðu breska götublaðsins Daily Mail í Edge-vefvafra tæknirisans Microsoft fá nú viðvörun um að efni blaðsins sé illa treystandi. Viðvörunin er hluti af nýrri viðbót við vafrann sem er ætlað að stemma stigu við falsfréttum. Viðbótin frá hugbúnaðarfyrirtækinu NewsGuard var upphaflega valkvæð en Microsoft byrjaði að setja hana sjálfkrafa í allar snjalltækjaútgáfur af Edge-vafranum í vikunni, að sögn The Guardian. Gamlir fréttahaukar standa að NewsGuard sem segjast reyna að koma upp viðmiðum um hvaða fréttasíðum er treystandi. Mail Online, vefútgáfa Daily Mail, fékk aðeins eitt stig af fimm mögulegum við mat á trúverðugleika hjá NewsGuard. Það er sama einkunn og rússneski ríkismiðillinn RT fékk. Þeir sem fara inn á Mail Online fá því skilaboð sem segja vefsíðuna yfirleitt „bregðast í að halda uppi grunngildum um nákvæmni og ábyrgð“ og að hún hafi „neyðst til að greiða bætur í fjölda áberandi mála“. Vefsíðan hafi reglulega birt efni sem hafi „skaðað orðspor, valdið víðtækum ótta eða gerst sek um áreitni eða brot á friðhelgi einkalífsins“. Talsmaður Mail Online segir að miðilinn hafi frétt af viðbótinni nýlega og eigi í viðræðum við NewsGuard um að breyta einkunninni sem sé „svívirðilega röng“. Steve Brill, einn stofnenda NewsGuard, segir að einkunn Mail Online hafi verið ákveðin eftir gegnsæja yfirlegu. Fulltrúi Mail Online hafi skellt á greinanda fyrirtækisins þegar unnið var að því að ákveða einkunnina. Daily Mail og systurblað þess Mail on Sunday hefur ítrekað gerst sekt um misvísandi eða efnislega ranga umfjöllun. Þannig komst fjölmiðlanefnd Bretlands til dæmis að þeirri niðurstöðu árið 2017 að síðarnefnda blaðið hefði gerst sekt um að hafa birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftslagsvísindamanna. Neyddist blaðið til þess að birta úrskurð nefndarinnar á síðum sínum. Fjölmiðlanefndin taldi að Mail on Sunday hefði hvorki gætt að sannleiksgildi fréttar sinnar né hugað að því að leiðrétta fullyrðingar sem voru settar fram í henni. Fjölmiðlar Microsoft Tengdar fréttir Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Netverjar sem fara inn á vefsíðu breska götublaðsins Daily Mail í Edge-vefvafra tæknirisans Microsoft fá nú viðvörun um að efni blaðsins sé illa treystandi. Viðvörunin er hluti af nýrri viðbót við vafrann sem er ætlað að stemma stigu við falsfréttum. Viðbótin frá hugbúnaðarfyrirtækinu NewsGuard var upphaflega valkvæð en Microsoft byrjaði að setja hana sjálfkrafa í allar snjalltækjaútgáfur af Edge-vafranum í vikunni, að sögn The Guardian. Gamlir fréttahaukar standa að NewsGuard sem segjast reyna að koma upp viðmiðum um hvaða fréttasíðum er treystandi. Mail Online, vefútgáfa Daily Mail, fékk aðeins eitt stig af fimm mögulegum við mat á trúverðugleika hjá NewsGuard. Það er sama einkunn og rússneski ríkismiðillinn RT fékk. Þeir sem fara inn á Mail Online fá því skilaboð sem segja vefsíðuna yfirleitt „bregðast í að halda uppi grunngildum um nákvæmni og ábyrgð“ og að hún hafi „neyðst til að greiða bætur í fjölda áberandi mála“. Vefsíðan hafi reglulega birt efni sem hafi „skaðað orðspor, valdið víðtækum ótta eða gerst sek um áreitni eða brot á friðhelgi einkalífsins“. Talsmaður Mail Online segir að miðilinn hafi frétt af viðbótinni nýlega og eigi í viðræðum við NewsGuard um að breyta einkunninni sem sé „svívirðilega röng“. Steve Brill, einn stofnenda NewsGuard, segir að einkunn Mail Online hafi verið ákveðin eftir gegnsæja yfirlegu. Fulltrúi Mail Online hafi skellt á greinanda fyrirtækisins þegar unnið var að því að ákveða einkunnina. Daily Mail og systurblað þess Mail on Sunday hefur ítrekað gerst sekt um misvísandi eða efnislega ranga umfjöllun. Þannig komst fjölmiðlanefnd Bretlands til dæmis að þeirri niðurstöðu árið 2017 að síðarnefnda blaðið hefði gerst sekt um að hafa birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftslagsvísindamanna. Neyddist blaðið til þess að birta úrskurð nefndarinnar á síðum sínum. Fjölmiðlanefndin taldi að Mail on Sunday hefði hvorki gætt að sannleiksgildi fréttar sinnar né hugað að því að leiðrétta fullyrðingar sem voru settar fram í henni.
Fjölmiðlar Microsoft Tengdar fréttir Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47