Risaákvörðun hjá Risunum í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:30 Odell Beckham Jr. Getty/Mitchell Leff NFL-liðið New York Giants ákvað í nótt að skipta frá sér stærstu stjörnu félagsins og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni risaákvörðun hjá New York félaginu. Risarnir frá New York tóku þá risaákvörðun að senda Odell Beckham yngri til Cleveland Browns í skiptum fyrir tvo valrétti og varnarmanninn Jabrill Pepper. Útherjinn Odell Beckham Jr. hefur verið stærsta stjarna New York Giants undanfarin ár og skiptin koma mikið á óvart því kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára og 95 milljón dollara samning á síðasta ári. Hann sló algjörlega í gegn þegar hann greip sendingu með annarri hendi í leik með New York Giants og hefur síðan margoft sýnt og sannað að hann er í hópi þeirra allra bestu í NFL-deildinni. Beckham var duglegur að gagnrýna það sem var í gangi hjá félaginu og eigandinn var greinilega búinn að fá nóg af honum. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar en það fylgir þeim líka mikill aukafarangur því Beckham er vanur að koma sér á forsíður blaðanna. Odell Beckham Jr. er enn bara 26 ára gamall og á því mörg af sínum bestu árum eftir. Hann mun styrkja Cleveland Browns liðið mikið. Beckham var þriðji besti útherji NFL-deildarinnar tölfræðilega með 77 gripna bolta fyrir 1052 jarda og sex snertimörk. Beckham skoraði alls 44 snertimörk í 59 leikjum með New York Giants. Nýliðavalið fer fram 26. apríl næstkomandi. New York Giants fékk valrétti í fyrstu og þriðju umferð frá Cleveland Browns. NFL Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Sjá meira
NFL-liðið New York Giants ákvað í nótt að skipta frá sér stærstu stjörnu félagsins og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni risaákvörðun hjá New York félaginu. Risarnir frá New York tóku þá risaákvörðun að senda Odell Beckham yngri til Cleveland Browns í skiptum fyrir tvo valrétti og varnarmanninn Jabrill Pepper. Útherjinn Odell Beckham Jr. hefur verið stærsta stjarna New York Giants undanfarin ár og skiptin koma mikið á óvart því kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára og 95 milljón dollara samning á síðasta ári. Hann sló algjörlega í gegn þegar hann greip sendingu með annarri hendi í leik með New York Giants og hefur síðan margoft sýnt og sannað að hann er í hópi þeirra allra bestu í NFL-deildinni. Beckham var duglegur að gagnrýna það sem var í gangi hjá félaginu og eigandinn var greinilega búinn að fá nóg af honum. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar en það fylgir þeim líka mikill aukafarangur því Beckham er vanur að koma sér á forsíður blaðanna. Odell Beckham Jr. er enn bara 26 ára gamall og á því mörg af sínum bestu árum eftir. Hann mun styrkja Cleveland Browns liðið mikið. Beckham var þriðji besti útherji NFL-deildarinnar tölfræðilega með 77 gripna bolta fyrir 1052 jarda og sex snertimörk. Beckham skoraði alls 44 snertimörk í 59 leikjum með New York Giants. Nýliðavalið fer fram 26. apríl næstkomandi. New York Giants fékk valrétti í fyrstu og þriðju umferð frá Cleveland Browns.
NFL Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Sjá meira