Erlent

Griðland fugla í Kyrrahafinu illa leikið vegna plasts

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargar beinagrindur sem þessar má finna á Midway.
Fjölmargar beinagrindur sem þessar má finna á Midway. AP/Caleb Jones
Eyjan Midway, sem lengi hefur verið griðland fjölmargra fuglategunda, er nú þakin fuglahræjum sem drepast í massavís vegna plasts sem þeir innbyrða eða flækist um þá. Hræin eru auðséð þar sem litríkir plasttappar, kveikjarar, tannburstar og annað rusl stendur upp úr þeim. Áætlað er að tæplega 26 þúsund tonn af plasti reki á land á Midway og nærliggjandi eyjum á ári hverju.

Á Midway má finna stærsta varpsvæði Albatrosa á heimsvísu.

Eyjan er við miðbik stærðarinnar rusl-hvirfils (e. Great Pacific Garbage Patch) og Albatrosar bera mikið af plasti í unga sína. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja það vera vegna þess að fuglarnir sæki í egg smokkfiska og þau festi sig oft við plastrusl.

Vísindamenn telja að Albatrosar beri um fimm tonn af plasti á land á Midway á ári.

Athline Clark, frá Papahanaumokuakea samtökunum, segir ekki einn fugla á eyjunni vera án plasts í maga. Þar safnist það saman þar til þeir annaðhvort kafna eða hafa ekki nægilegt pláss í mögum sínum til fyrir raunverulega fæðu og drepast. Oddhvasst plast getur sömuleiðis gatað innyfli þeirra.

Selir, skjaldbökur, hákarlar og jafnvel hvalir hafa sömuleiðis orðið illa úti vegna mengunarinnar. Það á meðal vegna neta sem dýr flækjast í. Hákarlar og önnur rándýr éta líka mikið magn smærri fiska og innbyrða plast í gegnum þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×