Fótbolti

Evrópumeistararnir í úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Waldschmidt skoraði tvö mörk í dag og er markahæstur á EM með sjö mörk.
Waldschmidt skoraði tvö mörk í dag og er markahæstur á EM með sjö mörk. vísir/getty
Þýskaland er komið í úrslit EM U-21 árs liða í fótbolta karla eftir sigur á Rúmeníu, 4-2, í dag.

Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í þessum aldursflokki fyrir tveimur árum og eiga möguleika á að verja titilinn. Þeir mæta annað hvort Spánverjum eða Frökkum í úrslitaleiknum.

Nadiem Amiri, leikmaður Hoffenheim, kom Þýskalandi yfir á 21. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði George Puscas úr vítaspyrnu. Á 44. mínútu skoraði Puscas svo sitt annað mark og Rúmenía leiddi í hálfleik, 1-2. 

Gian-Luca Waldschmidt jafnaði í 2-2 úr víti á 51. mínútu og þannig var staðan þar til á lokamínútunni.

Þá skoraði Waldschmidt öðru sinni og kom Þjóðverjum yfir með sínu sjöunda marki á EM. Alexandru Pascanu fékk rautt spjald þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Skömmu síðar gulltryggði Amiri svo sigur Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×