Háværir ökufantar gera íbúum Akureyrar lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2019 10:43 Þorvaldur Bjarni segir hljóðkútslausar druslur halda vöku fyrir íbúum á Akureyri. Honum er ekki skemmt. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður er búinn að fá nóg. Hann tjáir gremju sína á Facebook og biðlar til lögreglunnar á Akureyri. „Það er þekkt hér í bæ að örfáar mannvitsbrekkur hafa ánægju af því að þenja hljóðkútslausar druslur á nóttunni þegar börn sem þurfa hvíld til þess að vaxa og dafna eiga rétt á því að geta sofið,“ segir Þorvaldur.Erlendir gestir með bauga undir augum Bíladagar verða haldnir á Akureyri nú um helgina og víst er að það fellur misvel í kramið. Veisla hjá bílaáhugafólki en öðrum er ekki skemmt. Tónlistarmaðurinn segist sjálfur oftast vinna fram eftir og taki því eftir því og geti borið vitni um að þetta sé stöðug í gangi. „Þetta er til skammar og verður ekki til þess að ferðamenn beri bænum góða söguna. Ég er oft með erlenda gesti sem ég hitti á morgnana með bauguð augu sem minna á stór spurningamerki eftir þessar kyrru sumarnætur á Akureyri.“ Erfitt að standa þessa gaura að verki Vísir ræddi við Sigurð Sigurðsson aðalvarðstjóra á Akureyri og hann segir þetta laukrétt hjá Þorvaldi Bjarna, lögreglunni hefur borist kvartanir og svo fari þetta ekki fram hjá þeim sjálfum. Stillt veður hefur verið í þessum höfuðstað Norðurlands og því hljóðbært. Hávaðinn fari ekkert á milli mála. En það er ekki gott við að eiga.Mikið var um hraðakstur á Akureyri í kringum Bíladaga og hávaðinn fer ekki á milli mála drunur í hljóðkútslausum drossíum og ýlfur í dekkjum er að gera íbúa á Akureyri gráhærða.fbl/Auðunn„Það er ekki gott að ná í þessa ökumenn. Erfitt er að standa þá að verki þessa gaura. En, við reynum, þvælumst hér um allan bæ en það er ýmsu öðru að sinna. En, já, það er rétt. Það er ónæði út af þessu.“ Sigurður bendir á að auðvelt sé að spóla með tilheyrandi hávaða og látum í nokkrar sekúndur og komast upp með það því erfitt getur reynst að standa menn að verki. „Við höfum reynt ýmislegt. En, erum ekki með óteljandi fjölda af mannskap til að eltast við menn. Bílaklúbburinn hefur líka verið að reyna að koma skikki á þetta. Ef það hafa verið einhverjir sem eiga að keppa sem eru með einhverja stæla niður í bæ.“ Þannig að, flest bendir til þess að fólk verði að lifa við þetta. Trúlega verður aldrei friður meðan á bíladögum á Akureyri stendur. „En, ég skil vel gremju manna ef þeir geta ekki sofið. Skil að menn séu ekki hrifnir af því en við náum þeim aldrei alveg, að þagga niður í öllu bílabrölti þessa helgi. En, við berjumst.“Á vef Akureyrarbæjar er fjallað um Bíladaga og siðareglur hátíðarinnar, sem sjá má að neðan.Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamennVirðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum útiVið spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs AkureyrarGestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegirVið berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæraGestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt Akureyri Bílar Lögreglumál Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður er búinn að fá nóg. Hann tjáir gremju sína á Facebook og biðlar til lögreglunnar á Akureyri. „Það er þekkt hér í bæ að örfáar mannvitsbrekkur hafa ánægju af því að þenja hljóðkútslausar druslur á nóttunni þegar börn sem þurfa hvíld til þess að vaxa og dafna eiga rétt á því að geta sofið,“ segir Þorvaldur.Erlendir gestir með bauga undir augum Bíladagar verða haldnir á Akureyri nú um helgina og víst er að það fellur misvel í kramið. Veisla hjá bílaáhugafólki en öðrum er ekki skemmt. Tónlistarmaðurinn segist sjálfur oftast vinna fram eftir og taki því eftir því og geti borið vitni um að þetta sé stöðug í gangi. „Þetta er til skammar og verður ekki til þess að ferðamenn beri bænum góða söguna. Ég er oft með erlenda gesti sem ég hitti á morgnana með bauguð augu sem minna á stór spurningamerki eftir þessar kyrru sumarnætur á Akureyri.“ Erfitt að standa þessa gaura að verki Vísir ræddi við Sigurð Sigurðsson aðalvarðstjóra á Akureyri og hann segir þetta laukrétt hjá Þorvaldi Bjarna, lögreglunni hefur borist kvartanir og svo fari þetta ekki fram hjá þeim sjálfum. Stillt veður hefur verið í þessum höfuðstað Norðurlands og því hljóðbært. Hávaðinn fari ekkert á milli mála. En það er ekki gott við að eiga.Mikið var um hraðakstur á Akureyri í kringum Bíladaga og hávaðinn fer ekki á milli mála drunur í hljóðkútslausum drossíum og ýlfur í dekkjum er að gera íbúa á Akureyri gráhærða.fbl/Auðunn„Það er ekki gott að ná í þessa ökumenn. Erfitt er að standa þá að verki þessa gaura. En, við reynum, þvælumst hér um allan bæ en það er ýmsu öðru að sinna. En, já, það er rétt. Það er ónæði út af þessu.“ Sigurður bendir á að auðvelt sé að spóla með tilheyrandi hávaða og látum í nokkrar sekúndur og komast upp með það því erfitt getur reynst að standa menn að verki. „Við höfum reynt ýmislegt. En, erum ekki með óteljandi fjölda af mannskap til að eltast við menn. Bílaklúbburinn hefur líka verið að reyna að koma skikki á þetta. Ef það hafa verið einhverjir sem eiga að keppa sem eru með einhverja stæla niður í bæ.“ Þannig að, flest bendir til þess að fólk verði að lifa við þetta. Trúlega verður aldrei friður meðan á bíladögum á Akureyri stendur. „En, ég skil vel gremju manna ef þeir geta ekki sofið. Skil að menn séu ekki hrifnir af því en við náum þeim aldrei alveg, að þagga niður í öllu bílabrölti þessa helgi. En, við berjumst.“Á vef Akureyrarbæjar er fjallað um Bíladaga og siðareglur hátíðarinnar, sem sjá má að neðan.Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamennVirðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum útiVið spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs AkureyrarGestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegirVið berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæraGestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt
Akureyri Bílar Lögreglumál Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“