Úrslitin ráðast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en síðasta umferðin í riðlum E, F, G og H fer fram í dag.
Evrópumeistarar Liverpool eru mættir til Austurríkis en Liverpool dugar jafntefli til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi þeir í Austurríki er ballið búið í Meistaradeildinni hjá meisturunum.
#LFC are prepared for 'a final' against Salzburg as @ChampionsLeague Group E concludes with everything still to play for...#SALLIVhttps://t.co/KU29IF7yGF
— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2019
Barcelona er komið áfram í 16-liða úrslitin en þeir heimsækja Inter. Ítalska liðið þarf að sækja stig eða þrjú en Inter og Dortmund eru með sjö stig fyrir kvöldið. Dortmund mætir Slavia Prag á útivelli.
Í H-riðlinum er gífurleg spenna. Ajax er með tíu stig og Valencia og Chelsea með átta en Chelsea mætir botnliði Lille í kvöld sem er með eitt stig. Spennandi umferð þar.
Frank says it as it is.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) December 9, 2019
Meistaradeildarmessan er að sjálfsögðu á sínum stað í kvöld sem og Meistaradeildarmörkin en alla dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu daga má sjá hér.
Beinar útsendingar dagsins:
17.45 Salzburg - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
19.15 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport)
19.50 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)
19.50 Chelsea - Lille (Stöð 2 Sport 3)
19.50 Ajax - Valencia (Stöð 2 Sport 4)
22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)