Raptors menn réðu ekkert við skælbrosandi Joel Embiid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 07:30 Það var gaman hjá Joel Embiid í nótt. Getty/Mitchell Leff Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Maður kvöldsins var án efa Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, en hann skoraði 33 stig í leiknum auk þess að taka 10 fráköst og verja 5 skot.@JoelEmbiid (33 PTS, 10 REB, 5 BLK) drops a #NBAPlayoffs career-high, guiding the @sixers (2-1) to victory in Game 3! #PhilaUnite Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/yj13ArdNbQ — NBA (@NBA) May 3, 2019„Þegar ég hef gaman þá breytist leikur minn inn á vellinum,“ sagði Joel Embiid eftir leik. „Það er alltaf verið að segja við mig að ef ég brosi ekki inn á vellinum þá þýðir það að ég er að spila illa eða ekki að leggja mig nógu mikið fram. Ég veit því til að koma mér í gang þá þarf ég að hafa gaman inn á gólfinu,“ sagði Joel Embiid. Joel Embiid skoraði fimm stigum meira í þessum leik (33) heldur en í fyrstu tveimur leikjunum til samans (28). Hann hækkað skotnýtingu sína úr 28 prósentum upp í 50 prósent og varði líka fimm sinnum fleiri skot í leik þrjú í nótt en í leikjum eitt og tvö til samans.Joel Embiid scored 33 PTS and grabbed 10 REB in 28 minutes-played in the @sixers Game 3 win, becoming the first player since Kevin McHale (1990) to record 30+ PTS and 10+ REB in under 30 minutes-played in a playoff game. @EliasSportspic.twitter.com/edSNiU0OIY — NBA.com/Stats (@nbastats) May 3, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá varð Joel Embiid í nótt fyrsti leikmaðurinn í 29 ár til að ná 33 stigum og 10 fráköstum á innan við 30 mínútum í leik í úrslitakeppninni. Því hafði enginn náð síðan að Kevin McHale gerði það með Boston liðinu vorið 1990. Jimmy Butler var besti maður 76ers í sigrinum í leik tvö og bætti við 22 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum í leiknum í nótt. Leikstjórnandinn Ben Simmons var með 10 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.@JimmyButler's (22 PTS, 9 REB, 9 AST) near triple-double helps the @sixers defeat TOR and go up 2-1 in the series! #PhilaUnite#NBAPlayoffs Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/ghV0onr6XU — NBA (@NBA) May 3, 2019Kawhi Leonard var með 33 stig á 37 mínútum fyrir Toronto og Pascal Siakam skoraði 20 stig. Kyle Lowry var aftur á móti aðeins með 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Liðið tapaði líka með 28 stigum þær 39 mínútur sem Kyle Lowry spilaði. Toronto Raptors vann fyrsta leikinn í einvíginu með 13 stigum en síðan hefur 76ers liðið svaraði með tveimur sigrum í röð. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Næsti leikur er í Philadelphia á sunnudaginn kemur. Staðan í undanúrslitaeinvígunum fjórum er hér fyrir neðan.The @sixers take a 2-1 series lead with the WIN Thursday night! #NBAPlayoffspic.twitter.com/KW3grhe58i — NBA (@NBA) May 3, 2019 NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Maður kvöldsins var án efa Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, en hann skoraði 33 stig í leiknum auk þess að taka 10 fráköst og verja 5 skot.@JoelEmbiid (33 PTS, 10 REB, 5 BLK) drops a #NBAPlayoffs career-high, guiding the @sixers (2-1) to victory in Game 3! #PhilaUnite Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/yj13ArdNbQ — NBA (@NBA) May 3, 2019„Þegar ég hef gaman þá breytist leikur minn inn á vellinum,“ sagði Joel Embiid eftir leik. „Það er alltaf verið að segja við mig að ef ég brosi ekki inn á vellinum þá þýðir það að ég er að spila illa eða ekki að leggja mig nógu mikið fram. Ég veit því til að koma mér í gang þá þarf ég að hafa gaman inn á gólfinu,“ sagði Joel Embiid. Joel Embiid skoraði fimm stigum meira í þessum leik (33) heldur en í fyrstu tveimur leikjunum til samans (28). Hann hækkað skotnýtingu sína úr 28 prósentum upp í 50 prósent og varði líka fimm sinnum fleiri skot í leik þrjú í nótt en í leikjum eitt og tvö til samans.Joel Embiid scored 33 PTS and grabbed 10 REB in 28 minutes-played in the @sixers Game 3 win, becoming the first player since Kevin McHale (1990) to record 30+ PTS and 10+ REB in under 30 minutes-played in a playoff game. @EliasSportspic.twitter.com/edSNiU0OIY — NBA.com/Stats (@nbastats) May 3, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá varð Joel Embiid í nótt fyrsti leikmaðurinn í 29 ár til að ná 33 stigum og 10 fráköstum á innan við 30 mínútum í leik í úrslitakeppninni. Því hafði enginn náð síðan að Kevin McHale gerði það með Boston liðinu vorið 1990. Jimmy Butler var besti maður 76ers í sigrinum í leik tvö og bætti við 22 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum í leiknum í nótt. Leikstjórnandinn Ben Simmons var með 10 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.@JimmyButler's (22 PTS, 9 REB, 9 AST) near triple-double helps the @sixers defeat TOR and go up 2-1 in the series! #PhilaUnite#NBAPlayoffs Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/ghV0onr6XU — NBA (@NBA) May 3, 2019Kawhi Leonard var með 33 stig á 37 mínútum fyrir Toronto og Pascal Siakam skoraði 20 stig. Kyle Lowry var aftur á móti aðeins með 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Liðið tapaði líka með 28 stigum þær 39 mínútur sem Kyle Lowry spilaði. Toronto Raptors vann fyrsta leikinn í einvíginu með 13 stigum en síðan hefur 76ers liðið svaraði með tveimur sigrum í röð. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Næsti leikur er í Philadelphia á sunnudaginn kemur. Staðan í undanúrslitaeinvígunum fjórum er hér fyrir neðan.The @sixers take a 2-1 series lead with the WIN Thursday night! #NBAPlayoffspic.twitter.com/KW3grhe58i — NBA (@NBA) May 3, 2019
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira