Maður sem léttist um 90 kíló fær næringardrykki ekki niðurgreidda Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 19:30 Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum. Dæmi um slíkt er maður sem léttist um 90 kíló. Sigurður Haukdal var rúmlega 180 kíló. Á einu ári léttist hann um helming sinnar fyrri þyngdar og vegur hann nú um 90 kíló. Hann fór í aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt. „Það var tekið úr mér hálft bris og hálft milta,“ segir Sigurður.Fólk sem fær næringardrykki niðurgreidda þarf einungis að borga 10% af verði þeirra. Sjúkratryggingar Íslands borga 90%.Vísir/BaldurSigurður var um þrjá mánuði á sjúkrahúsi. Hann glímir einnig við sykursýki og má ekki borða hvað sem er. Á sjúkrahúsinu kynntist Sigurður sérstökum næringardrykkjum sem hann hefur sóst eftir að fá niðurgreidda. Næringarfræðingur á Landspítalanum sótti um fyrir Sigurð en honum var synjað um niðurgreiðslu næringardrykkja.Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/BaldurSynjun vegna ónógs þyngdartaps „Fólk fær reglulega synjun af því að það hefur ekki lést nógu mikið,“ segir Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum. Áróra hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðmiðunarreglur verði rýmkaðar og að tekið verði mið af nýjum alþjóðlegum greiningarviðmiðum fyrir vannæringu. Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna niðurgreiðslu næringardrykkja og sérfæðis undanfarin ár hefur numið um 100 milljónum króna. Sá kostnaður hækkar ef fleiri fá niðurgreiðslu. „Ef við hugsum þetta í stóra samhenginu fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi þá munum við mögulega spara pening því þessir einstaklingar munu líklega leggjast síður inn á spítala,“ segir Áróra. Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum. Dæmi um slíkt er maður sem léttist um 90 kíló. Sigurður Haukdal var rúmlega 180 kíló. Á einu ári léttist hann um helming sinnar fyrri þyngdar og vegur hann nú um 90 kíló. Hann fór í aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt. „Það var tekið úr mér hálft bris og hálft milta,“ segir Sigurður.Fólk sem fær næringardrykki niðurgreidda þarf einungis að borga 10% af verði þeirra. Sjúkratryggingar Íslands borga 90%.Vísir/BaldurSigurður var um þrjá mánuði á sjúkrahúsi. Hann glímir einnig við sykursýki og má ekki borða hvað sem er. Á sjúkrahúsinu kynntist Sigurður sérstökum næringardrykkjum sem hann hefur sóst eftir að fá niðurgreidda. Næringarfræðingur á Landspítalanum sótti um fyrir Sigurð en honum var synjað um niðurgreiðslu næringardrykkja.Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/BaldurSynjun vegna ónógs þyngdartaps „Fólk fær reglulega synjun af því að það hefur ekki lést nógu mikið,“ segir Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum. Áróra hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðmiðunarreglur verði rýmkaðar og að tekið verði mið af nýjum alþjóðlegum greiningarviðmiðum fyrir vannæringu. Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna niðurgreiðslu næringardrykkja og sérfæðis undanfarin ár hefur numið um 100 milljónum króna. Sá kostnaður hækkar ef fleiri fá niðurgreiðslu. „Ef við hugsum þetta í stóra samhenginu fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi þá munum við mögulega spara pening því þessir einstaklingar munu líklega leggjast síður inn á spítala,“ segir Áróra.
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira