Enski boltinn

Pochettino: Við vorum betri en þeir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino var í stuði í dag.
Pochettino var í stuði í dag. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að hans menn hafi ekki átt skilið að tapa grannaslagnum gegn Arsenal og segir að markvarsla Hugo Lloris hafi verið afmælisgjöf dagsins.

Pochettino fagnaði 47 ára afmælinu sínu í dag og þakkaði Lloris í leikslok sem varði vítaspyrnu Pierre-Emerick Aubameyang undir lok leiksins.

„Markvarsla Lloris var frábær gjöf. Ég er svo ánægður því við áttum ekki skilið að tapa. Við vorum betri en þeir svo það hefði verið dapurt að tapa leiknum á þann hátt,“ sagði Pochettino í leikslok.

„Ég er ánægður með frammistöðuna. Þetta var erfiður leikur og það er erfitt að spila gegn Arsenal en ég er ánægður að eftir tvö töp skilum við góðri frammistöðu til að byggja á sjálfstraustið fyrir leikinn gegn Dortmund.“

Í fyrsta marki Arsenal gerði Davinson Sanchez klaufaleg mistök en Pochettino var ekki sammála því.

„Það voru samskiptavandamál og þetta voru ekki mistök Sanchez. Við töluðum um þetta í hálfleik og eftir að markið kom þá vorum við að spila eins og það væri 90. mínúta og við að tapa 1-0.“

„Við sýndum karakter að koma til baka og lögðum okkur fram í 90 mínútur. Tottenham var betra lið en Arsenal í öllum hlutum leiksins,“ sagði Pochettino sem var afar hreinskilinn í leikslok.


Tengdar fréttir

Kane: Tvö vonbrigði í vikunni

Harry Kane, framherji Tottenham, segir að liðið hafi átt stigið skilið í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal en þakkar þó Hugo Lloris fyrir markvörsluna undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×