Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 10:54 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017. Vísir/Getty Tyrknesk stjórnvöld hafa sent íslenskum stjórnvöldum formlega kvörtun vegna framkomu gagnvart tyrkneska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar það kom til landsins í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir við Vísi að kvörtunin hafi borist og segir málið til skoðunar. Leikmenn tyrkneska landsliðsins kvörtuðu yfir öryggisleit og vegabréfaeftirlit þegar þeir komu til Keflavíkurflugvallar í gær en framherji liðsins, Burak Tilmaz, sagði við fjölmiðla að hann og liðsfélagar hans hefðu þurft að bíða í rúma þrjá tíma þar sem leitað var í farangri þeirra oft og ítarlega. Ekki bætti úr skák þegar óþekktur maður blandaði sér í hóp fjölmiðlamanna sem biðu eftir tyrknesku landsliðsmönnunum og rak þvottabursta framan í landsliðsfyrirliðann og þóttist taka viðtal við hann. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, sagði þessa meðferð á tyrkneska liðinu óásættanlega.Hér má sjá þegar þvottabursta er beint framan í landsliðsfyrirliða Tyrkja.Vísir/GettyVíðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að hann hefði fengið þær upplýsingar frá tyrkneska knattspyrnusambandinu að rétt rúmir tveir klukkutímar hefðu liðið frá því tyrkneska liðið lenti í Keflavík og þar til það var komið á hótel í Reykjavík. Öryggisleitin hafi tekið um klukkutíma og þá var eftir tæpur klukkutíma akstur til Reykjavíkur. Tyrkneska landsliðið flaug frá tyrknesku borginni Konya til Íslands en flugvöllurinn þar er óvottaður og því þurfti tyrkenska liðið að fara í gegnum sérstaka öryggisleit á Íslandi. Víðir sagði íslenska liðið hafa þurft að fara í gegnum sömu öryggisleit þegar það kom frá Tyrklandi fyrir tveimur árum. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi í Osló hafa sent utanríkisráðuneytinu formlegt erindi þar sem kvartað er undan þessari framkomu. Sveinn segir erindið til skoðunar hjá ráðuneytinu. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV greindi frá því í morgun að tyrknesk stjórnvöld hefðu farið fram á að öryggisgæslan á Laugardalsvelli á morgun yrði efld til að tryggja öryggi tyrkneska landsliðsins og er farið fram á öllu eftirliti á Keflavíkurflugvelli verði hraðað til að forðast að frekari vandamál skapist þegar tyrkneska liðið yfirgefur landið. Víðir Reynisson sagði við Vísi í morgun að hann eigi fund með tyrkneska knattspyrnusambandinu í dag vegna leiksins á morgun en fyrir fundinn hafði tyrkneska sambandið ekki lagt fram óskir um aukna öryggisgæslu á leiknum. 200 tyrkneskir stuðningsmenn eru væntanlegir á leikinn, sem er svipaður fjöldi og síðast þegar Tyrkir léku á Laugardalsvelli, en Víðir sagði að gæslan yrði með sama hætti og þegar Albanir léku við Íslendinga á laugardag. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
Tyrknesk stjórnvöld hafa sent íslenskum stjórnvöldum formlega kvörtun vegna framkomu gagnvart tyrkneska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar það kom til landsins í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir við Vísi að kvörtunin hafi borist og segir málið til skoðunar. Leikmenn tyrkneska landsliðsins kvörtuðu yfir öryggisleit og vegabréfaeftirlit þegar þeir komu til Keflavíkurflugvallar í gær en framherji liðsins, Burak Tilmaz, sagði við fjölmiðla að hann og liðsfélagar hans hefðu þurft að bíða í rúma þrjá tíma þar sem leitað var í farangri þeirra oft og ítarlega. Ekki bætti úr skák þegar óþekktur maður blandaði sér í hóp fjölmiðlamanna sem biðu eftir tyrknesku landsliðsmönnunum og rak þvottabursta framan í landsliðsfyrirliðann og þóttist taka viðtal við hann. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, sagði þessa meðferð á tyrkneska liðinu óásættanlega.Hér má sjá þegar þvottabursta er beint framan í landsliðsfyrirliða Tyrkja.Vísir/GettyVíðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að hann hefði fengið þær upplýsingar frá tyrkneska knattspyrnusambandinu að rétt rúmir tveir klukkutímar hefðu liðið frá því tyrkneska liðið lenti í Keflavík og þar til það var komið á hótel í Reykjavík. Öryggisleitin hafi tekið um klukkutíma og þá var eftir tæpur klukkutíma akstur til Reykjavíkur. Tyrkneska landsliðið flaug frá tyrknesku borginni Konya til Íslands en flugvöllurinn þar er óvottaður og því þurfti tyrkenska liðið að fara í gegnum sérstaka öryggisleit á Íslandi. Víðir sagði íslenska liðið hafa þurft að fara í gegnum sömu öryggisleit þegar það kom frá Tyrklandi fyrir tveimur árum. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi í Osló hafa sent utanríkisráðuneytinu formlegt erindi þar sem kvartað er undan þessari framkomu. Sveinn segir erindið til skoðunar hjá ráðuneytinu. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV greindi frá því í morgun að tyrknesk stjórnvöld hefðu farið fram á að öryggisgæslan á Laugardalsvelli á morgun yrði efld til að tryggja öryggi tyrkneska landsliðsins og er farið fram á öllu eftirliti á Keflavíkurflugvelli verði hraðað til að forðast að frekari vandamál skapist þegar tyrkneska liðið yfirgefur landið. Víðir Reynisson sagði við Vísi í morgun að hann eigi fund með tyrkneska knattspyrnusambandinu í dag vegna leiksins á morgun en fyrir fundinn hafði tyrkneska sambandið ekki lagt fram óskir um aukna öryggisgæslu á leiknum. 200 tyrkneskir stuðningsmenn eru væntanlegir á leikinn, sem er svipaður fjöldi og síðast þegar Tyrkir léku á Laugardalsvelli, en Víðir sagði að gæslan yrði með sama hætti og þegar Albanir léku við Íslendinga á laugardag.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30