Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. maí 2019 08:10 Tveir af forsvarsmönnum frumvarpsins í Alabama. AP/Mickey Welsh Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. Lögin, verði þau samþykkt af ríkisstjóra Alabama, verða þau ströngustu í gervöllum Bandaríkjunum og gagnrýnendur frumvarpsins hafa þegar lýst því yfir að látið verði á þau reyna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins fagna því raunar og segja gott að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins, en Donald Trump forseti hefur skapað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt á síðustu misserum og tugi íhaldssamra alríkisdómara. Undanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál þessi fyrir og hefur sú ákvörðun verið tekin tvisvar sinnum eftir að Brett Kavanaugh tók við störfum sem Hæstaréttardómari. Talið er líklegt að þar verði breyting á. Forsvarsmenn fumvarpsins hafa viðurkennt opinberlega að tilgangur þess sé að fella niður úrskurð Hæstaréttar um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sex og var öllum breytingartillögum hafnað, sem gerðu það kleift að beita þungunarrofi í tilfellum sifjaspells og nauðgana. Eina tilfellið þar sem þungunarrof kemur til greina er í þeim tilfellum þar sem þungunin stofnar lífi móðurinnar í verulega hættu. Læknir í Alabama sem framkvæmir þungunarrof í ríkinu getur, verði frumvarpið að lögum, átt yfir höfði sér níutíu og níu ára fangelsi. Konum yrði ekki refsað.Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið en Repúblikanar gera ráð fyrir því. Sérstaklega þar sem Ivey hafi lengi verið yfirlýstur andstæðingur þungunarrofa og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í þinginu sýnir fram á að frumvarpið njóti það mikils stuðnings að hægt væri að fara fram hjá ríkisstjóranum, neiti hún að skrifa undir. Ríkisþingmenn í Kentucky, Mississippi, Ohio og Georgíu hafa að undanförnu samþykkt bönn við þungunarrofum eftir sex vikur. Demókratar í Alabama hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Bobby Singleton sagði málið vera skömmustulegt fyrir þá sem að því koma og fyrir íbúa Alabama. Þá benti hann á hóp kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, sem fylgdust með málaflutningi, og sagði að samkvæmt umræddu frumvarpi myndi læknir sem framkvæmdi þungunarrof vegna nauðgana þeirra sitja lengur í fangelsi en nauðgararnir sjálfir.„Það er eitthvað rangt við það,“ sagði Singleton. Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. Lögin, verði þau samþykkt af ríkisstjóra Alabama, verða þau ströngustu í gervöllum Bandaríkjunum og gagnrýnendur frumvarpsins hafa þegar lýst því yfir að látið verði á þau reyna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins fagna því raunar og segja gott að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins, en Donald Trump forseti hefur skapað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt á síðustu misserum og tugi íhaldssamra alríkisdómara. Undanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál þessi fyrir og hefur sú ákvörðun verið tekin tvisvar sinnum eftir að Brett Kavanaugh tók við störfum sem Hæstaréttardómari. Talið er líklegt að þar verði breyting á. Forsvarsmenn fumvarpsins hafa viðurkennt opinberlega að tilgangur þess sé að fella niður úrskurð Hæstaréttar um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sex og var öllum breytingartillögum hafnað, sem gerðu það kleift að beita þungunarrofi í tilfellum sifjaspells og nauðgana. Eina tilfellið þar sem þungunarrof kemur til greina er í þeim tilfellum þar sem þungunin stofnar lífi móðurinnar í verulega hættu. Læknir í Alabama sem framkvæmir þungunarrof í ríkinu getur, verði frumvarpið að lögum, átt yfir höfði sér níutíu og níu ára fangelsi. Konum yrði ekki refsað.Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið en Repúblikanar gera ráð fyrir því. Sérstaklega þar sem Ivey hafi lengi verið yfirlýstur andstæðingur þungunarrofa og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í þinginu sýnir fram á að frumvarpið njóti það mikils stuðnings að hægt væri að fara fram hjá ríkisstjóranum, neiti hún að skrifa undir. Ríkisþingmenn í Kentucky, Mississippi, Ohio og Georgíu hafa að undanförnu samþykkt bönn við þungunarrofum eftir sex vikur. Demókratar í Alabama hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Bobby Singleton sagði málið vera skömmustulegt fyrir þá sem að því koma og fyrir íbúa Alabama. Þá benti hann á hóp kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, sem fylgdust með málaflutningi, og sagði að samkvæmt umræddu frumvarpi myndi læknir sem framkvæmdi þungunarrof vegna nauðgana þeirra sitja lengur í fangelsi en nauðgararnir sjálfir.„Það er eitthvað rangt við það,“ sagði Singleton.
Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira