Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. maí 2019 08:10 Tveir af forsvarsmönnum frumvarpsins í Alabama. AP/Mickey Welsh Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. Lögin, verði þau samþykkt af ríkisstjóra Alabama, verða þau ströngustu í gervöllum Bandaríkjunum og gagnrýnendur frumvarpsins hafa þegar lýst því yfir að látið verði á þau reyna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins fagna því raunar og segja gott að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins, en Donald Trump forseti hefur skapað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt á síðustu misserum og tugi íhaldssamra alríkisdómara. Undanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál þessi fyrir og hefur sú ákvörðun verið tekin tvisvar sinnum eftir að Brett Kavanaugh tók við störfum sem Hæstaréttardómari. Talið er líklegt að þar verði breyting á. Forsvarsmenn fumvarpsins hafa viðurkennt opinberlega að tilgangur þess sé að fella niður úrskurð Hæstaréttar um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sex og var öllum breytingartillögum hafnað, sem gerðu það kleift að beita þungunarrofi í tilfellum sifjaspells og nauðgana. Eina tilfellið þar sem þungunarrof kemur til greina er í þeim tilfellum þar sem þungunin stofnar lífi móðurinnar í verulega hættu. Læknir í Alabama sem framkvæmir þungunarrof í ríkinu getur, verði frumvarpið að lögum, átt yfir höfði sér níutíu og níu ára fangelsi. Konum yrði ekki refsað.Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið en Repúblikanar gera ráð fyrir því. Sérstaklega þar sem Ivey hafi lengi verið yfirlýstur andstæðingur þungunarrofa og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í þinginu sýnir fram á að frumvarpið njóti það mikils stuðnings að hægt væri að fara fram hjá ríkisstjóranum, neiti hún að skrifa undir. Ríkisþingmenn í Kentucky, Mississippi, Ohio og Georgíu hafa að undanförnu samþykkt bönn við þungunarrofum eftir sex vikur. Demókratar í Alabama hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Bobby Singleton sagði málið vera skömmustulegt fyrir þá sem að því koma og fyrir íbúa Alabama. Þá benti hann á hóp kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, sem fylgdust með málaflutningi, og sagði að samkvæmt umræddu frumvarpi myndi læknir sem framkvæmdi þungunarrof vegna nauðgana þeirra sitja lengur í fangelsi en nauðgararnir sjálfir.„Það er eitthvað rangt við það,“ sagði Singleton. Bandaríkin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. Lögin, verði þau samþykkt af ríkisstjóra Alabama, verða þau ströngustu í gervöllum Bandaríkjunum og gagnrýnendur frumvarpsins hafa þegar lýst því yfir að látið verði á þau reyna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins fagna því raunar og segja gott að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins, en Donald Trump forseti hefur skapað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt á síðustu misserum og tugi íhaldssamra alríkisdómara. Undanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál þessi fyrir og hefur sú ákvörðun verið tekin tvisvar sinnum eftir að Brett Kavanaugh tók við störfum sem Hæstaréttardómari. Talið er líklegt að þar verði breyting á. Forsvarsmenn fumvarpsins hafa viðurkennt opinberlega að tilgangur þess sé að fella niður úrskurð Hæstaréttar um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sex og var öllum breytingartillögum hafnað, sem gerðu það kleift að beita þungunarrofi í tilfellum sifjaspells og nauðgana. Eina tilfellið þar sem þungunarrof kemur til greina er í þeim tilfellum þar sem þungunin stofnar lífi móðurinnar í verulega hættu. Læknir í Alabama sem framkvæmir þungunarrof í ríkinu getur, verði frumvarpið að lögum, átt yfir höfði sér níutíu og níu ára fangelsi. Konum yrði ekki refsað.Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið en Repúblikanar gera ráð fyrir því. Sérstaklega þar sem Ivey hafi lengi verið yfirlýstur andstæðingur þungunarrofa og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í þinginu sýnir fram á að frumvarpið njóti það mikils stuðnings að hægt væri að fara fram hjá ríkisstjóranum, neiti hún að skrifa undir. Ríkisþingmenn í Kentucky, Mississippi, Ohio og Georgíu hafa að undanförnu samþykkt bönn við þungunarrofum eftir sex vikur. Demókratar í Alabama hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Bobby Singleton sagði málið vera skömmustulegt fyrir þá sem að því koma og fyrir íbúa Alabama. Þá benti hann á hóp kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, sem fylgdust með málaflutningi, og sagði að samkvæmt umræddu frumvarpi myndi læknir sem framkvæmdi þungunarrof vegna nauðgana þeirra sitja lengur í fangelsi en nauðgararnir sjálfir.„Það er eitthvað rangt við það,“ sagði Singleton.
Bandaríkin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira