Mosfellsbær stækkar mun örar en hin sveitarfélögin á svæðinu Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2019 07:45 Á höfuðborgarsvæðinu hefur leið margra legið í Mosfellsbæ þar sem íbúum fjölgar ört. Fréttablaðið/Anton brink Fjölgun íbúa í Hafnarfirði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafnfirðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, heldur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkrar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitarfélaganna sé of miklum takmörkunum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stórar raflínur fari af mögulegum byggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðalskipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjörtímabilinu en jafnframt skynsamlega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mosfellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Fjölgun íbúa í Hafnarfirði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafnfirðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, heldur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkrar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitarfélaganna sé of miklum takmörkunum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stórar raflínur fari af mögulegum byggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðalskipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjörtímabilinu en jafnframt skynsamlega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mosfellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira