Erlent

Kjarnorkusprengjukveðja sló ekki í gegn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
B-2 flugvél var miðpunktur jólakveðjunnar.
B-2 flugvél var miðpunktur jólakveðjunnar. Getty/US AIR FORCE
Forsvarsmenn Yfirstjórnar kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjahers hafa beðist afsökunar á nýárskveðju sem birt var á Twitter-reikningi vopnabúrsins í gær. Í kveðjunni sögðust starfsmenn vopnabúrsins vera reiðubúnir til þess að varpa sprengjum ef þörf krefur. BBC greinir frá.

Í tístinu, sem nú hefur verið eytt, var vísað í þá áratuga löngu hefð sem skapast hefur í New York þar sem talið er í nýja árið á Times Square á Manhattan með því að láta bolta eða hnött síga hægt og rólega niður fram að áramótum.

„Venjan á Times Square er sú að hringja inn nýja árið með því að sleppa stóra boltanum...ef þörf krefur erum við #reiðubúin til þess að sleppa einhverju mun, mun stærra,“ var efni kveðjunnar sem virtist vísa í kjarnorkusprengjur en með fylgdi myndband af B-2 sprengjuflugvél að varpa sprengjum. 

Kveðjan umdeilda.
Í frétt BBC segir að tístið hafi vakið upp hörð viðbrögð en forsvarsmenn vopnabúrsins voru ekki lengi að eyða tístinu og senda út afsökunarbeiðni.

„Fyrri nýárskveðja okkar var ósmekkleg og endurspeglar hún ekki gildi okkar. Við biðjumst afsökunar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×