Varað við popúlisma og hnignun lýðræðislegra stofnana í spillingarskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2019 15:57 Listi Transparancy International nær til opinberrar spillingar. Vísir/Getty Ísland er í fjórtánda sæti lista samtakanna Transparency International þar sem 180 ríki eru metin eftir spillingu í opinbera geiranum og lækkar um eitt sæti á milli ára. Skýrsluhöfundar samtakanna vara við uppgangi lýðskrumara og hnignun lýðræðislegra stofnana í vestrænum ríkjum. Sem fyrr raða Norðurlöndin sér ofarlega á listann. Danir tróna á toppnum, Finnar og Svíar deila þriðja sætinu með Svisslendingum og Singapúrum. Norðmenn koma þar á eftir í sjöunda sæti. Af þeim tuttugu ríkjum sem fá hæsta einkunn frá Transparancy International eru fjórtán frá Vestur-Evrópu og Evrópusambandinu. Danir fengu 88 stig af 100 mögulegum á listanum, hin norrænu ríkin fengu öll yfir 84. Ísland er neðst Norðurlandanna með 76 stig. Einkunn Íslands hefur lækkað um þrjú stig frá 2015. Samtökin segja að sterkar stofnanir, réttarríki og mikil efnahagsleg framþróun skýri stöðu ríkjanna á efri enda listans. Þrátt fyrir séu þau ekki algerlega laus við spillingu. Mat þeirra nái aðeins til opinberrar spillingar, þar á meðal mútugreiðslna, misnotkunar á almannafé og hagsmunaárekstra svo eitthvað sé nefnt. Vísa þau meðal annars til peningaþvættishneykslisins sem skekið hefur Danske bank í Danmörku undanfarið og svissneskra banka sem séu iðulega viðriðnir stór peningaþvættismál, þar á meðal 1MBD-hneykslisins í Malasíu og Oderbrecht- og Petrobras-spillingarmálanna í Brasilíu. Fimm neðstu sætin á listanum skipa svo Norður-Kórea, Jemen, Suður-Súdan, Sýrland og Sómalía.Popúlistar grafa undan lýðræðislegum stofnunum Þrátt fyrir að Vestur-Evrópa og ESB-ríki standi sig mun betur en aðrir heimshlutar segja samtökin að löndin eigi enn nokkuð í land með að taka almennilega á spillingu. Ástandinu í Búlgaríu, Grikklandi og Ungverjalandi hafi hrakað undanfarin ár. Vara samtökin sérstaklega við því að popúlískir stjórnmálamenn hafi komist til áhrif í nokkrum ríkjum álfunnar undanfarin ár. Þeir ali á ótta gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum og nýtt þann ótta til að réttlæta ólýðræðislegar aðgerðir. Slíkir hópar hafi gjarnan beitt fyrir sig stafrænum miðlum sem séu ógegnsæir og viðkvæmir fyrir afskiptum og misnotkun útsendara erlendra ríkja, geta grafið undan lýðræðislegum kosningum og framkvæmd þeirra. „Um alla Evrópu hefur traust borgaranna á lýðræðinu beðið hnekki fyrir vikið,“ segir í skýrslu samtakanna. Sérstaklega nefna Transparancy International Ungverjaland og Pólland í þessu samhengi. Þar hafi ráðamenn notað popúlíska orðræðu til þess að gera lítið úr aðhaldi almennings. Lýðræðislegar stofnanir og gildi séu í hættu í báðum ríkjum sem séu með puttana í fjölmiðlum og dómstólum sem ógni sjálfstæði þeirra. „Það eru einnig nokkur tilfelli þar sem fjölmiðlum í báðum ríkjum er beitt til að sýna aðgerðasinna og sjálfstæða hugsuði sem óvini þjóðarinnar sem ágerir klofning sem fyrir er á meðal borgaranna og dregur athyglina frá stjórnmálamönnunum,“ segja samtökin. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ísland er í fjórtánda sæti lista samtakanna Transparency International þar sem 180 ríki eru metin eftir spillingu í opinbera geiranum og lækkar um eitt sæti á milli ára. Skýrsluhöfundar samtakanna vara við uppgangi lýðskrumara og hnignun lýðræðislegra stofnana í vestrænum ríkjum. Sem fyrr raða Norðurlöndin sér ofarlega á listann. Danir tróna á toppnum, Finnar og Svíar deila þriðja sætinu með Svisslendingum og Singapúrum. Norðmenn koma þar á eftir í sjöunda sæti. Af þeim tuttugu ríkjum sem fá hæsta einkunn frá Transparancy International eru fjórtán frá Vestur-Evrópu og Evrópusambandinu. Danir fengu 88 stig af 100 mögulegum á listanum, hin norrænu ríkin fengu öll yfir 84. Ísland er neðst Norðurlandanna með 76 stig. Einkunn Íslands hefur lækkað um þrjú stig frá 2015. Samtökin segja að sterkar stofnanir, réttarríki og mikil efnahagsleg framþróun skýri stöðu ríkjanna á efri enda listans. Þrátt fyrir séu þau ekki algerlega laus við spillingu. Mat þeirra nái aðeins til opinberrar spillingar, þar á meðal mútugreiðslna, misnotkunar á almannafé og hagsmunaárekstra svo eitthvað sé nefnt. Vísa þau meðal annars til peningaþvættishneykslisins sem skekið hefur Danske bank í Danmörku undanfarið og svissneskra banka sem séu iðulega viðriðnir stór peningaþvættismál, þar á meðal 1MBD-hneykslisins í Malasíu og Oderbrecht- og Petrobras-spillingarmálanna í Brasilíu. Fimm neðstu sætin á listanum skipa svo Norður-Kórea, Jemen, Suður-Súdan, Sýrland og Sómalía.Popúlistar grafa undan lýðræðislegum stofnunum Þrátt fyrir að Vestur-Evrópa og ESB-ríki standi sig mun betur en aðrir heimshlutar segja samtökin að löndin eigi enn nokkuð í land með að taka almennilega á spillingu. Ástandinu í Búlgaríu, Grikklandi og Ungverjalandi hafi hrakað undanfarin ár. Vara samtökin sérstaklega við því að popúlískir stjórnmálamenn hafi komist til áhrif í nokkrum ríkjum álfunnar undanfarin ár. Þeir ali á ótta gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum og nýtt þann ótta til að réttlæta ólýðræðislegar aðgerðir. Slíkir hópar hafi gjarnan beitt fyrir sig stafrænum miðlum sem séu ógegnsæir og viðkvæmir fyrir afskiptum og misnotkun útsendara erlendra ríkja, geta grafið undan lýðræðislegum kosningum og framkvæmd þeirra. „Um alla Evrópu hefur traust borgaranna á lýðræðinu beðið hnekki fyrir vikið,“ segir í skýrslu samtakanna. Sérstaklega nefna Transparancy International Ungverjaland og Pólland í þessu samhengi. Þar hafi ráðamenn notað popúlíska orðræðu til þess að gera lítið úr aðhaldi almennings. Lýðræðislegar stofnanir og gildi séu í hættu í báðum ríkjum sem séu með puttana í fjölmiðlum og dómstólum sem ógni sjálfstæði þeirra. „Það eru einnig nokkur tilfelli þar sem fjölmiðlum í báðum ríkjum er beitt til að sýna aðgerðasinna og sjálfstæða hugsuði sem óvini þjóðarinnar sem ágerir klofning sem fyrir er á meðal borgaranna og dregur athyglina frá stjórnmálamönnunum,“ segja samtökin.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira