Fótbolti

Henry sendur í leyfi af Mónakó: Ákvörðun tekin um framhaldið á næstu dögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
"Eruði að fara reka mig?“
"Eruði að fara reka mig?“ vísir/getty
Thierry Henry mun ekki stýra liði Mónakó þangað til ákvörðun verður tekinn um framtíð hans sem þjálfara félagsins.

Í byrjun október var Henry ráðinn þjálfari Mónakó en þetta var hans fyrsta aðalþjálfarastarf en hann hafði verið aðstoðarþjálfari Roberto Martinez hjá Belgíu.

Það hefur ekki gengið né rekið hjá Frakkanum í heimalandinu. Hann hefur unnið fjóra af fyrstu tuttugu leikjum sínum. Mónakó er í nítjánda sæti deildarinnar og féll úr leik í bikarnum í vikunni.

Sögusagnir hafa verið um að stjórinn sem Henry tók við af, Leonardo Jardim, sé aftur á leið til Frakklands og nú hefur Mónakó ákveðið að setja Henry í „bann“ þangað til endanlega ákvörðun verður tekinn um fmramhaldið.

Franck Passi, aðstoðarstjóri Henry, mun stýra með liðinu þangað til ákvörðun verður tekin en Mónakó spilar í frönsku úrvalsdeildinni gegn Rúnar Alex Rúnarssyni og félögum í Dijon um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×