Enski boltinn

Peter Crouch að verða liðsfélagi Jóhanns Berg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Crouch fagnar marki með Stoke.
Peter Crouch fagnar marki með Stoke. Getty/Simon Stacpoole
Framherjinn hávaxni Peter Crouch er á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina og verður væntanlega orðinn nýr liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley seinna í dag.

Peter Crouch kemur frá Stoke City en enska b-deildarliðið fær Sam Vokes í staðinn frá Burnley. Enskir miðlar segja frá þessu í dag.





Peter Crouch á eftir að standast læknisskoðun en þetta er ekki lánsamningur heldur er kominn til að vera hjá Burnley.

Peter Crouch er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað með liðum eins og Southampton, Liverpool, Portsmouth og Tottenham á löngum ferli sínum.

Hann er einn af 28 leikmönnum sem hafa skorað yfir hundrað mörk í ensku úrvalsdeildinni og enginn hefur skorað fleiri skallamörk í deildinni en hann.

Peter Crouch hefur alls skorað 108 mörk í 462 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og það kemur honum upp í 24. sæti á listanum yfir markahæstu menn í sögu hennar.

Fyrirgjafir Jóhanns Berg Guðmundssonar finna því vonandi hausinn á Peter Crouch í framtíðinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×