Stólunum verður ekki refsað fyrir kynþáttaníðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2019 12:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Körfuknattleiksdeild Tindastóls verður ekki refsað af KKÍ vegna áhorfandans sem var með kynþáttaníð í leik Tindastóls og KR í Síkinu á dögunum. Einn áhorfandi kallaði á þjálfara KR í leiknum að taka Kristófer Acox, leikmann liðsins, af velli og setja hann inn í apabúrið. Stólarnir hafa reynt að hafa upp á viðkomandi einstaklingi án árangurs og áköll um að viðkomandi gefi sig fram og biðjist afsökunar hafa ekki borið árangur. „Stólarnir vilja allt gera til að finna þennan einstakling. Við munum ekki refsa fyrir þetta einstaka atvik enda einangrað mál,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við vorum með vinnufund með félögunum daginn eftir þar sem þetta mál var rætt opinskátt. Tindastóll brást vel við öllu í þessu máli og allir eru sammála um að það sé ósanngjarnt að gera eitthvað gagnvart þeim. Við erum samt að skoða þessi mál meira innan okkar raða. Sérstaklega er varðar framtíðina og hvort það sé eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta er sem betur fer einangrað atvik sem kom flatt upp á alla.“ Þó svo KKÍ muni ekki beita refsivendinum í þessu tiltekna atviki þá verður ekki svo ef slíkt mál kemur upp aftur. „Við fylgjumst vel með og munum grípa til aðgerða ef svona atvik kemur aftur upp.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Óhugnalegt atvik í Síkinu í gærkvöldi. 1. febrúar 2019 20:15 Körfuboltakvöld: Dæmum ekki Tindastól á einu skemmdu epli Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu atvikið sem kom upp í Síkinu á Sauðárkróki á fimmtudag þegar stuðningsmaður Tindastóls beitti Kristófer Acox, leikmann KR, kynþáttafordómum. 2. febrúar 2019 11:30 Stólarnir sárir yfir orðum Ojo | Áhorfandinn með kynþáttaníðið ekki fundinn Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo vandaði Tindastóli ekki kveðjurnar í Instagram-færslu í gærkvöldi og sagðist vera feginn að vera laus af Króknum. 13. febrúar 2019 11:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Tindastóls verður ekki refsað af KKÍ vegna áhorfandans sem var með kynþáttaníð í leik Tindastóls og KR í Síkinu á dögunum. Einn áhorfandi kallaði á þjálfara KR í leiknum að taka Kristófer Acox, leikmann liðsins, af velli og setja hann inn í apabúrið. Stólarnir hafa reynt að hafa upp á viðkomandi einstaklingi án árangurs og áköll um að viðkomandi gefi sig fram og biðjist afsökunar hafa ekki borið árangur. „Stólarnir vilja allt gera til að finna þennan einstakling. Við munum ekki refsa fyrir þetta einstaka atvik enda einangrað mál,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við vorum með vinnufund með félögunum daginn eftir þar sem þetta mál var rætt opinskátt. Tindastóll brást vel við öllu í þessu máli og allir eru sammála um að það sé ósanngjarnt að gera eitthvað gagnvart þeim. Við erum samt að skoða þessi mál meira innan okkar raða. Sérstaklega er varðar framtíðina og hvort það sé eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta er sem betur fer einangrað atvik sem kom flatt upp á alla.“ Þó svo KKÍ muni ekki beita refsivendinum í þessu tiltekna atviki þá verður ekki svo ef slíkt mál kemur upp aftur. „Við fylgjumst vel með og munum grípa til aðgerða ef svona atvik kemur aftur upp.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Óhugnalegt atvik í Síkinu í gærkvöldi. 1. febrúar 2019 20:15 Körfuboltakvöld: Dæmum ekki Tindastól á einu skemmdu epli Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu atvikið sem kom upp í Síkinu á Sauðárkróki á fimmtudag þegar stuðningsmaður Tindastóls beitti Kristófer Acox, leikmann KR, kynþáttafordómum. 2. febrúar 2019 11:30 Stólarnir sárir yfir orðum Ojo | Áhorfandinn með kynþáttaníðið ekki fundinn Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo vandaði Tindastóli ekki kveðjurnar í Instagram-færslu í gærkvöldi og sagðist vera feginn að vera laus af Króknum. 13. febrúar 2019 11:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01
Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30
Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Óhugnalegt atvik í Síkinu í gærkvöldi. 1. febrúar 2019 20:15
Körfuboltakvöld: Dæmum ekki Tindastól á einu skemmdu epli Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu atvikið sem kom upp í Síkinu á Sauðárkróki á fimmtudag þegar stuðningsmaður Tindastóls beitti Kristófer Acox, leikmann KR, kynþáttafordómum. 2. febrúar 2019 11:30
Stólarnir sárir yfir orðum Ojo | Áhorfandinn með kynþáttaníðið ekki fundinn Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo vandaði Tindastóli ekki kveðjurnar í Instagram-færslu í gærkvöldi og sagðist vera feginn að vera laus af Króknum. 13. febrúar 2019 11:00