Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2019 07:15 Frá útibúi Íslandspósts í Pósthússtræti sem fyrirtækið lokaði eftir síðustu jólavertíð. Fréttablaðið/Ernir Á síðastliðnum sex árum hefur Íslandspóstur ohf. (ÍSP) greitt lögmannsstofunni Juris rúmlega 121 milljón króna vegna starfa Andra Árnasonar, eins eigenda stofunnar, fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hæstar urðu greiðslurnar til Juris vegna starfa Andra árið 2017. Þá námu þær tæplega 31 milljón króna. Til samanburðar námu laun Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra ÍSP, það ár um 20 milljónum króna samkvæmt ársreikningi. Störf Andra fyrir félagið hafa að stórum hluta falist í að gæta hagsmuna ÍSP við meðferð mála sem tengd eru fyrirtækinu fyrir Samkeppniseftirlitinu. Á tímabili hafði Samkeppniseftirlitið til rannsóknar níu meint brot ÍSP á samkeppnislögum. Meðferð þeirra lauk með sátt fyrirtækisins við eftirlitið í febrúar 2017. Þar játaði ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt en þurfti aftur á móti að grípa til ýmissa aðgerða til að bæta samkeppnishætti sína og samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Fyrirtækið ÍSP var fært undir gildissvið upplýsingalaga í ársbyrjun 2013 og hefur Pósturinn tekið þann pólinn í hæðina að afhenda ekki gögn sem urðu til fyrir það tímamark. Af svari fyrirtækisins nú má sjá að greiðslur til Juris hafi farið hækkandi eftir því sem nær dró endalokum rannsóknar SKE. Greiðslurnar námu tæpum tíu milljónum árið 2013, fjórtán milljónum 2014, 24 milljónum bæði árið 2015 og 2016 og loks rúmum átján milljónum í fyrra.Andri Árnason, lögmaður Íslandspósts. Fréttablaðið/GVAVinna Andra fyrir Póstinn hefur ekki aðeins takmarkast við meðferð mála hjá SKE heldur hefur hann einnig komið að málum sem eru til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og að endingu málum ÍSP fyrir almennum dómstólum. Þá vann Andri einnig umsögn Póstsins við frumvarp til nýrra póstþjónustulaga sem er til meðferðar fyrir þingi og andmæli ÍSP í málum fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fyrir jól fór ÍSP fram á það við ríkið að fá heimild til að taka allt að 1,5 milljarða neyðarlán til að mæta bráðum lausafjárvanda. Nú þegar hefur fyrirtækið fengið 500 milljónir króna að láni. Lánið hyggst ÍSP endurgreiða með afturvirku 2,6 milljarða króna framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu þó allt bendi til að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði til úthlutunar úr sjóðnum. Þá skuldar fyrirtækið nú þegar Landsbanka Íslands, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, ríflega milljarð króna. Samhliða versnandi fjárhagsstöðu hafa laun stjórnarmanna og forstjóra Íslandspósts tekið nokkrum hækkunum en frá árinu 2014 og til ársins 2017 hafa laun forstjórans hækkað alls um rúm fimmtíu prósent. Laun stjórnarmanna hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014 til ársins 2018. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Á síðastliðnum sex árum hefur Íslandspóstur ohf. (ÍSP) greitt lögmannsstofunni Juris rúmlega 121 milljón króna vegna starfa Andra Árnasonar, eins eigenda stofunnar, fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hæstar urðu greiðslurnar til Juris vegna starfa Andra árið 2017. Þá námu þær tæplega 31 milljón króna. Til samanburðar námu laun Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra ÍSP, það ár um 20 milljónum króna samkvæmt ársreikningi. Störf Andra fyrir félagið hafa að stórum hluta falist í að gæta hagsmuna ÍSP við meðferð mála sem tengd eru fyrirtækinu fyrir Samkeppniseftirlitinu. Á tímabili hafði Samkeppniseftirlitið til rannsóknar níu meint brot ÍSP á samkeppnislögum. Meðferð þeirra lauk með sátt fyrirtækisins við eftirlitið í febrúar 2017. Þar játaði ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt en þurfti aftur á móti að grípa til ýmissa aðgerða til að bæta samkeppnishætti sína og samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Fyrirtækið ÍSP var fært undir gildissvið upplýsingalaga í ársbyrjun 2013 og hefur Pósturinn tekið þann pólinn í hæðina að afhenda ekki gögn sem urðu til fyrir það tímamark. Af svari fyrirtækisins nú má sjá að greiðslur til Juris hafi farið hækkandi eftir því sem nær dró endalokum rannsóknar SKE. Greiðslurnar námu tæpum tíu milljónum árið 2013, fjórtán milljónum 2014, 24 milljónum bæði árið 2015 og 2016 og loks rúmum átján milljónum í fyrra.Andri Árnason, lögmaður Íslandspósts. Fréttablaðið/GVAVinna Andra fyrir Póstinn hefur ekki aðeins takmarkast við meðferð mála hjá SKE heldur hefur hann einnig komið að málum sem eru til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og að endingu málum ÍSP fyrir almennum dómstólum. Þá vann Andri einnig umsögn Póstsins við frumvarp til nýrra póstþjónustulaga sem er til meðferðar fyrir þingi og andmæli ÍSP í málum fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fyrir jól fór ÍSP fram á það við ríkið að fá heimild til að taka allt að 1,5 milljarða neyðarlán til að mæta bráðum lausafjárvanda. Nú þegar hefur fyrirtækið fengið 500 milljónir króna að láni. Lánið hyggst ÍSP endurgreiða með afturvirku 2,6 milljarða króna framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu þó allt bendi til að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði til úthlutunar úr sjóðnum. Þá skuldar fyrirtækið nú þegar Landsbanka Íslands, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, ríflega milljarð króna. Samhliða versnandi fjárhagsstöðu hafa laun stjórnarmanna og forstjóra Íslandspósts tekið nokkrum hækkunum en frá árinu 2014 og til ársins 2017 hafa laun forstjórans hækkað alls um rúm fimmtíu prósent. Laun stjórnarmanna hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014 til ársins 2018.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira