Enski boltinn

Ranieri fékk sparkið

Anton Ingi Leifsson skrifar
"Er ég rekinn?“
"Er ég rekinn?“ vísir/getty
Fulham tilkynnti í dag að Claudio Ranieri hefði verið rekinn sem stjóri liðsins eftir að hafa einungis stýrt liðinu í 106 daga.

Fyrrum leikmaður liðsins og núverandi, Scott Parker, mun taka við liðinu tímabundið en síðasti leikur Ranieri var 2-0 tap gegn Southampton í gær.

Fulham er tíu stigum á öruggu sæti en liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar en Ranieri stýrði liðinu í einungis sautján leikjum og vann þrjá af þeim.







Þar af er 3-2 sigur gegn Southampton í sínum fysrsta leik en ellefu leikir fylgdu í kjölfarið. Þar á meðal tap gegn C-deildarliði Oldham í enska bikarnum.

Eins og áður segir mun Parker taka tímabundið við liðinu en hann hætti að spila sumarið 2017 og hefur síðan þá verið aðalliðsþjálfari hjá Fulham og þjálfari U18 ára liðs Tottenham.

Fulham á svakalega erfitt prógram eftir en næstu fjórir leikir eru gegn Chelsea, Leicester, Liverpool og Manchester City. Parker byrjar gegn Chelsea á sunnudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×