Enski boltinn

Man. City fær tíu milljarða á ári fyrir að spila í Puma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Silva og félagar verða líklega í aðeins þrengri búningum næsta vetur.
Silva og félagar verða líklega í aðeins þrengri búningum næsta vetur. vísir/getty
Manchester City tilkynnti í morgun að félagið væri búið að gera samning við Puma um að klæðast búningum frá fyrirtækinu næstu tíu árin.

Þetta er næststærsti búningasamningur sem enskt félag hefur gert en Man. City fær 65 milljónir punda á ári fyrir samninginn eða rétt rúma 10 milljarða króna. Peningarnir munu renna í unglingastarf félagsins og einnig verður kvennaliðið rekið á þessum peningum.

Samningur Man. City við Nike er að renna út og City verður komið í Puma í æfingaleikjum sínum í sumar.

Puma mun einnig bjóða upp á sérstakan afmælisbúning í tilefni 125 ára afmælis City og verður búningurinn hannaður í samstarfi við stuðningsmenn City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×