Enski boltinn

Segir Gylfa hafa þaggað niður í gagnrýnendum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron og Gylfi berjast um knöttinn í kvöld.
Aron og Gylfi berjast um knöttinn í kvöld. vísir/getty
Adam Jones, blaðamaður Liverpool Echo, hrósaði eðlilega Gylfa Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína í kvöld er Gylfi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Everton.

Adam gefur Gylfa átta í einkunn fyrir sína frammistöðu í kvöld en þeir Lucas Digne og Morgan Scheniderlin fá einnig átta fyrir sína frammistöðu.

Gylfi var einnig valinn besti leikmaður vallarins á bæði Sky Sports og BBC en þetta hafði Adam að segja um frammistöðu Gylfa í kvöld.

„Það hefur verið sett spurningamerki við framlag Gylfa upp á síðkastið en það er ekki hægt að gagnrýna hann eftir framimstöðu kvöldsins,“ skrifar Adam.







„Sigurdsson kláraði bæði mörkin frábærlega sem tryggði liði hans mikilvægan sigur og skýtur honum í ellefu úrvalsdeildarmörk á tímabilinu.“

„Það hefur verið þaggað niður í gagnrýnendum núna,“ skrifar Adam að endingu.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×