Enski boltinn

„Frábær afgreiðsla hjá Gylfa“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar öðru marki sínu með Bernard.
Gylfi fagnar öðru marki sínu með Bernard. vísir/getty
Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton, skoraði þriðja mark Everton í 3-0 sigrinum á Cardiff í gærkvöldi eftir að Gylfi Sigurðsson hafði skorað fyrstu tvö mörkin.

Calvert-Lewin var í byrjunarliði Everton og spilað allar níutíu mínúturnar í fremstu víglínu Everton. Hann var ánægður er hann ræddi við fjölmiðla í leikslok.







„Leikplanið fyrir leikinn var að halda boltanum vel og við gerðum það. Það tók tíma að ná fyrsta markinu en þetta var frábær afgreiðsla hjá Gylfa,“ sagði enski framherjinn. Um markið sitt í uppbótartíma sagði hann:

„Þegar ég sá uppbótartímann sá ég að það voru enn þrjár mínútur til þess að skora. Ég hljóp af stað og Idrissa sendi á mig. Eina sem ég hugsaði um var að koma boltanum í netið.“








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×