Enski boltinn

Brendan að taka við Leicester: Lennon leysir hann af hólmi í Skotlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers er að fara til Englands á ný.
Rodgers er að fara til Englands á ný. vísir/getty
Brendan Rodgers hefur samþykkt að taka við Leicester en BBC greinir frá þessu. Neil Lennon mun taka við af Brendan hjá Celtic en hann stýrði Celtic á árum áður.

Claude Puel var rekinn á sunnudaginn eftir stórt tap hjá Leicester gegn Crystal Palace á heimavelli daginn áður en fyrrum ensku meistararnir töpuðu 4-1.

Rodgers hefur verið orðaður við stjórastöðuna á King Power-leikvanginum síðan og BBC greinir nú frá því að hann hefur samþykkt að taka við liðinu eftir að liðin náðu saman um nokkurs konar kaup á Brendan.







Neil Lennon mun taka við liði Celtic af Brendan en Celtic er, eins og svo oft áður, á toppi skosku úrvalsdeildarinnar en hann mun taka við liðinu tímabundið út leiktíðina.

Hann lék með liðinu í sjö ár og spilaði yfir 200 leiki en hann tók svo við liðinu 2014 og stýrði því í fjögur ár áður en hann færði sig yfir til Englands. Þar tók hann við Bolton áður en hann fór aftur til Skotlands.







Hann stýrði Hibernian í þrjú ár en hætti eftir að nýir eigendur tóku við liðinu í janúar á þessu ári. Mikið gekk á er Lennon hætti og úr varð mikið fjölmiðlafár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×