Enski boltinn

Laporte skrifar undir langtímasamning við Man City

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aymeric Laporte
Aymeric Laporte vísir/getty
Franski varnarmaðurinn Aymeric Laporte er búinn að skrifa undir nýjan samning við Englandsmeistara Manchester City og nær samningurinn til ársins 2025.

Þessi 24 ára gamli miðvörður kom til Man City frá Athletic Bilbao í janúar 2018 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki í varnarleik liðsins á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur til að mynda spilað alla deildarleiki liðsins á tímabilinu en Man City trónir á toppi deildarinnar.

„Aymeric hefur gífurlega hæfileika og að hann sé tilbúinn að skuldbinda sig hjá okkur yfir bestu ár ferils síns er fagnaðarefni fyrir félagið,“

„Við vissum að við værum að fá mjög efnilegan leikmann þegar við keyptum hann en framfarirnar hjá honum á síðustu 12 mánuðum eru framúrskarandi,“ segir Txiki Begiristain, yfirmaður leikmannamála hjá Man City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×