Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem saknað hefur verið í Dyflinni á Írlandi í tvær vikur og ræðum við mann sem hefur komið að leitinni. Hundruð írskra sjálfboðaliða, auk fjölskyldu og vina, tóku þátt í leitinni í dag sem hefur ekki borið árangur.

Þá kíkjum við á Hungurgönguna, mótmæli sem skipulögð voru á Austurvelli í dag vegna kjarabaráttunnar sem nú er í gangi. Þar var láglaunastefnu mótmælt og hún sögð ofbeldi. Formaður Eflingar og formaður Öryrkjabandalagsins héldu ræður við þetta tilefni en mikil reiði kraumaði í fundarmönnum.

Þá tók Icelandair á móti nýrri flugvél í dag Boeing 737-MAX9 og einnig hefur Reykjanesbraut í Hafnarfirði milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar verið boðin út vegna tvöföldunar. Við kíkjum líka á verslunarrekstur í Hrísey sem hefur verið að vænkast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×