Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. febrúar 2019 19:00 Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. Verkfallið er innblásið af sænska aðgerðarsinnanum Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar sem hófst síðastliðið haust hefur vakið mikla athygli um allan heim. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en mótmælendur segja hana ekki vera í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Ljóst sé að stórauka þurfi fjárframlög til loftlagsaðgerða. „ „Við þurfum að minnsta kosti 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en í dag erum við bara að setja 0,05 prósent,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttur, formaður Landssamtaka íslenskra stúdent. Stúdentarnir krefjast þess að íslensk stórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftlagsmálum. „Við erum hér til að hjálpa náttúrunni og sýna eldri kynslóðinni að við þurfum að laga það sem þau eyðilögðu,“ segir Úlfur Máni Týsson, nemandi í 8.bekk. „Þetta er framtíðin okkar og við erum að eyðileggja einu jörðina okkar,“ segir Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, nemandi í 8.bekk. Elsa María segir að aðgerðarleysi stjórnvalda verði mótmælt áfram næstu föstudaga. „Við verðum hérna á hverjum einasta föstudegi á milli tólf og eitt þangað til gripið er til aðgerða,“ segir Elsa María. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. Verkfallið er innblásið af sænska aðgerðarsinnanum Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar sem hófst síðastliðið haust hefur vakið mikla athygli um allan heim. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en mótmælendur segja hana ekki vera í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Ljóst sé að stórauka þurfi fjárframlög til loftlagsaðgerða. „ „Við þurfum að minnsta kosti 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en í dag erum við bara að setja 0,05 prósent,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttur, formaður Landssamtaka íslenskra stúdent. Stúdentarnir krefjast þess að íslensk stórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftlagsmálum. „Við erum hér til að hjálpa náttúrunni og sýna eldri kynslóðinni að við þurfum að laga það sem þau eyðilögðu,“ segir Úlfur Máni Týsson, nemandi í 8.bekk. „Þetta er framtíðin okkar og við erum að eyðileggja einu jörðina okkar,“ segir Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, nemandi í 8.bekk. Elsa María segir að aðgerðarleysi stjórnvalda verði mótmælt áfram næstu föstudaga. „Við verðum hérna á hverjum einasta föstudegi á milli tólf og eitt þangað til gripið er til aðgerða,“ segir Elsa María.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00