Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 14:07 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Mynd/Samsett Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fund sinn með forsvarsmönnum Kviku banka sem haldinn var í morgun hafa gengið vel. Boðað hefur verið til fundar með Almenna leigufélaginu vegna kröfu VR um að félagið dragi til baka leiguhækkanir. Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í fyrradag en hækkunin stendur enn. Á mánudag hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma.Boða Almenna leigufélagið á fund Ragnar segir í samtali við Vísi að fundurinn hafi verið haldinn í morgun að beiðni forsvarsmanna Kviku. Hann segir það ljóst að Kvika geti lítið gert til að beita sér í málinu því kaupin á Gamma séu ekki gengin í gegn. „En ég upplifið fundinn þannig að þeir sýna þessu mikinn skilning og skilja okkar afstöðu vel, en eftir fundinn engu að síðar tókum við þá ákvörðun að freista þess að kalla stjórnendur Almenna leigufélagsins á okkar fund og mér skilst að fundarboð sé komið til þeirra og við munum freista þess að ná einhverri lendingu.“Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku.Framvísa gögnum ef ekki verður látið af hækkunum Ragnar vonast til að fundurinn með Almenna leigufélaginu verði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfum sínum rennur út þann dag. Að öðrum kosti verður reynt að finna tíma fyrir fundinn um helgina. „Við munum sýna fram á gögn sem hrekja þessar glórulausu fullyrðingar Almenna leigufélagsins og annarra sem hafa tekið upp hanskann fyrir þetta grímulausa ofbeldi,“ segir Ragnar. Gögnin verði sett fram á fundinum með Almenna leigufélaginu – og víðar. „Og við munum gera þessum gögnum mun betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af þessum hækkunum, og þá erum við að tala um hækkanir umfram neysluvísitölu sem samningarnir eru allir bundnir við.“Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Ragnar segir málið fyrst og fremst snúast um viðskiptavini Almenna leigufélagsins sem orðið hafa fyrir áðurnefndum hækkunum. „Um það snýst málið, ekki um neitt annað í rauninni. Þar liggur málið. Við erum með tilboð á borðinu, úrræði frá stjórnvöldum í skattamálum, tilboð frá SA og það dugir hvergi nærri til til þess að mæta broti af þessum hækkunum sem þessir einstaklingar eru að lenda í.“ Munu geyma milljarðana sjálf Aðspurður segir Ragnar það liggja fyrir hvert peningarnir fari, verði þeir teknir úr eignastýringu hjá Kviku. Milljarðarnir verði teknir til VR og mun félagið stýra þeim sjálft. Ákvörðun hafi verið tekin um það áður en kröfurnar voru settar fram. „Við erum með mjög íhaldssama og varfærna fjárfestingastefnu og við munum í rauninni taka þessar eignir, sem er dreift í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins sem stjórn samþykkir á hverju ári.“ Ragnar segir heildarverðmæti eigna VR um tólf milljarðar. Um sé að ræða eignir af ýmsum toga, aðallega ríkisskuldabréf, en einnig sumarhús og sjóði félagsmanna. Umræddir 4,2 milljarðar sem nú eru í eignastýringu hjá Kviku myndi vinnudeilusjóð VR og eignirnar auðleysanlegar. „Þessi sjóður sem um ræðir, sem er 4,2 milljarðar, þetta er vinnudeilusjóðurinn okkar sem við komum hugsanlega til með að nota eitthvað af, komi til átaka á vinnumarkaði,“ segir Ragnar. „Þetta mun hafa lítil sem engin áhrif á ávöxtun þessara eigna eða annað slíkt og við getum alveg tekið þetta til okkar sjálfir. Við erum með gríðarlega mikið af mjög hæfu starfsfólki innan okkar raða og fjármálasviðið hjá okkur, þetta er í sjálfu sér engin eignastýring sem heitið getur, við erum einfaldlega að taka þetta til okkar og geyma þetta hjá okkur sjálfum.“ Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fund sinn með forsvarsmönnum Kviku banka sem haldinn var í morgun hafa gengið vel. Boðað hefur verið til fundar með Almenna leigufélaginu vegna kröfu VR um að félagið dragi til baka leiguhækkanir. Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í fyrradag en hækkunin stendur enn. Á mánudag hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma.Boða Almenna leigufélagið á fund Ragnar segir í samtali við Vísi að fundurinn hafi verið haldinn í morgun að beiðni forsvarsmanna Kviku. Hann segir það ljóst að Kvika geti lítið gert til að beita sér í málinu því kaupin á Gamma séu ekki gengin í gegn. „En ég upplifið fundinn þannig að þeir sýna þessu mikinn skilning og skilja okkar afstöðu vel, en eftir fundinn engu að síðar tókum við þá ákvörðun að freista þess að kalla stjórnendur Almenna leigufélagsins á okkar fund og mér skilst að fundarboð sé komið til þeirra og við munum freista þess að ná einhverri lendingu.“Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku.Framvísa gögnum ef ekki verður látið af hækkunum Ragnar vonast til að fundurinn með Almenna leigufélaginu verði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfum sínum rennur út þann dag. Að öðrum kosti verður reynt að finna tíma fyrir fundinn um helgina. „Við munum sýna fram á gögn sem hrekja þessar glórulausu fullyrðingar Almenna leigufélagsins og annarra sem hafa tekið upp hanskann fyrir þetta grímulausa ofbeldi,“ segir Ragnar. Gögnin verði sett fram á fundinum með Almenna leigufélaginu – og víðar. „Og við munum gera þessum gögnum mun betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af þessum hækkunum, og þá erum við að tala um hækkanir umfram neysluvísitölu sem samningarnir eru allir bundnir við.“Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Ragnar segir málið fyrst og fremst snúast um viðskiptavini Almenna leigufélagsins sem orðið hafa fyrir áðurnefndum hækkunum. „Um það snýst málið, ekki um neitt annað í rauninni. Þar liggur málið. Við erum með tilboð á borðinu, úrræði frá stjórnvöldum í skattamálum, tilboð frá SA og það dugir hvergi nærri til til þess að mæta broti af þessum hækkunum sem þessir einstaklingar eru að lenda í.“ Munu geyma milljarðana sjálf Aðspurður segir Ragnar það liggja fyrir hvert peningarnir fari, verði þeir teknir úr eignastýringu hjá Kviku. Milljarðarnir verði teknir til VR og mun félagið stýra þeim sjálft. Ákvörðun hafi verið tekin um það áður en kröfurnar voru settar fram. „Við erum með mjög íhaldssama og varfærna fjárfestingastefnu og við munum í rauninni taka þessar eignir, sem er dreift í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins sem stjórn samþykkir á hverju ári.“ Ragnar segir heildarverðmæti eigna VR um tólf milljarðar. Um sé að ræða eignir af ýmsum toga, aðallega ríkisskuldabréf, en einnig sumarhús og sjóði félagsmanna. Umræddir 4,2 milljarðar sem nú eru í eignastýringu hjá Kviku myndi vinnudeilusjóð VR og eignirnar auðleysanlegar. „Þessi sjóður sem um ræðir, sem er 4,2 milljarðar, þetta er vinnudeilusjóðurinn okkar sem við komum hugsanlega til með að nota eitthvað af, komi til átaka á vinnumarkaði,“ segir Ragnar. „Þetta mun hafa lítil sem engin áhrif á ávöxtun þessara eigna eða annað slíkt og við getum alveg tekið þetta til okkar sjálfir. Við erum með gríðarlega mikið af mjög hæfu starfsfólki innan okkar raða og fjármálasviðið hjá okkur, þetta er í sjálfu sér engin eignastýring sem heitið getur, við erum einfaldlega að taka þetta til okkar og geyma þetta hjá okkur sjálfum.“
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15
Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07