Allir sammála um að Ferrari eru hraðastir Bragi Þórðarson skrifar 5. mars 2019 18:45 Nær Vettel loks að endurheimta titilinn fyrir Ferrari? vísir/getty Í Formúlu 1 nú til dags fá liðin aðeins átta daga til að prófa bíla sýna fyrir hvert tímabil. Hér áður fyrr, á tíma Hakkinen og Schumacher, voru engar takmarkanir á prófunum. Þetta þýddi að bilið á milli ríkustu liðanna og þeirra smærri var mun meira en þekkist núna. Nú eru prófanir fyrir komandi tímabil lokið og var það Ferrari liðið sem endaði vikurnar tvær á toppi tímatöflunar. Mercedes sem hefur verið algjörlega óstöðvandi síðastliðin fimm ár þurftu að sætta sig við annað sætið á Katalúníu brautinni. Þýski bílaframleiðandinn beið þangað til á síðustu stundu með að sýna raunverulegan hraða bíla sinna. Lewis Hamilton var aðeins þremur þúsundustu frá tíma Sebastian Vettel á lokadegi prófanna. ,,Keppnin í ár verður mjög spennandi, við gætum verið á svipuðu róli og Red Bull en Ferrari bílarnir eru hraðastir’’ sagði Hamilton eftir prófanirnar á Spáni. Eins og síðastliðin ár er erfitt að meta raunverulegan hraða liðanna úr þessum prófunum. Þó er ljóst að slagurinn hefur sjaldan verið jafn harður og þá sérstaklega milli liðanna sem berjast um miðjusætin. Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Melbourne í Ástralíu 17. Mars. Ekki missa af ítarlegri upphitun hér á Vísi þar sem við förum í saumana á hverju liði fyrir sig. Formúla Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Í Formúlu 1 nú til dags fá liðin aðeins átta daga til að prófa bíla sýna fyrir hvert tímabil. Hér áður fyrr, á tíma Hakkinen og Schumacher, voru engar takmarkanir á prófunum. Þetta þýddi að bilið á milli ríkustu liðanna og þeirra smærri var mun meira en þekkist núna. Nú eru prófanir fyrir komandi tímabil lokið og var það Ferrari liðið sem endaði vikurnar tvær á toppi tímatöflunar. Mercedes sem hefur verið algjörlega óstöðvandi síðastliðin fimm ár þurftu að sætta sig við annað sætið á Katalúníu brautinni. Þýski bílaframleiðandinn beið þangað til á síðustu stundu með að sýna raunverulegan hraða bíla sinna. Lewis Hamilton var aðeins þremur þúsundustu frá tíma Sebastian Vettel á lokadegi prófanna. ,,Keppnin í ár verður mjög spennandi, við gætum verið á svipuðu róli og Red Bull en Ferrari bílarnir eru hraðastir’’ sagði Hamilton eftir prófanirnar á Spáni. Eins og síðastliðin ár er erfitt að meta raunverulegan hraða liðanna úr þessum prófunum. Þó er ljóst að slagurinn hefur sjaldan verið jafn harður og þá sérstaklega milli liðanna sem berjast um miðjusætin. Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Melbourne í Ástralíu 17. Mars. Ekki missa af ítarlegri upphitun hér á Vísi þar sem við förum í saumana á hverju liði fyrir sig.
Formúla Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira