Enski boltinn

Ashley tekur Newastle af sölu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ashley hefur átt Newcastle í rúman áratug
Ashley hefur átt Newcastle í rúman áratug vísir/getty
Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur tekið félagið af sölu eftir sautján mánuði án þess að fá viðeigandi kauptilboð í délagið. Þetta segir í frétt The Times í dag. 

Á þessum sautján mánuðum komu fram tveir líklegir kaupendur, Amanda Staveley og Peter Kenyon, en hvorugt þeirra setti fram nógu gott tilboð að mati Ashley.

Ashley keypti Newcastle árið 2007 fyrir 113 milljónir punda. Hann er sagður vilja fá um 280 milljónir punda fyrir félagið.

Margir stuðningsmenn Newcastle eru ekki ánægðir með Ashley og vilja að hann selji félagið sem fyrst. Þetta eru því miður skemmtilegar fréttir fyrir þá. 

Newcastle er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá fallsæti.


Tengdar fréttir

Alan Shearer skorar á Mike Ashley að selja Newcastle

Newcastle goðsögnin Alan Shearer hefur skorað á Mike Ashley, eiganda Newcastle að selja félagið áður en það verði of seint. Ashley liggur undir feldi og hugleiðir 250 milljón punda tilboð í félagið.

300 milljóna kauptilboð í Newcastle

Amanda Staveley hefur lagt fram formlegt kauptilboð í enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United. Þetta staðfesta heimildir enska miðilsins Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×