Enski boltinn

Kane: Tvö vonbrigði í vikunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane skorar úr vítinu.
Kane skorar úr vítinu. vísir/getty
Harry Kane, framherji Tottenham, segir að liðið hafi átt stigið skilið í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal en þakkar þó Hugo Lloris fyrir markvörsluna undir lok leiksins.

„Við komum út í síðari hálfleik með baráttu og settum þá undir pressu með góðum tæklingum og ákefð,“ sagði fyrirliði Tottenham í samtali við BT Sport í leikslok.

„Við þurftum að færa okkur framar og reyna ná öðru markinu og til allrar lukku varði Hugo vítið. Þetta endaði með einu stigi og það var það minnsta sem við áttum skilið.“

Tottenham tapaði tveimur leikjum í vikunni fyrir leikinn; gegn Burnley síðasta laugardag og svo gegn Chelsea í miðri viku en Kane segir að þetta hafi verið hinn fullkomni leikur til að snúa genginu við.

„Það voru tvö vonbrigði í vikunni og þetta var hinn fullkomni leikur til þess að sýna ástríðu og sýna stuðningsmönnum okkar að við erum tilbúnir til þess að berjast út tímabilið.“

„Þetta var eitt stig, þó að við vildum þrjú, en við stöðvuðum taphrinuna og núna getum við einbeitt okkur að Dortmund og þar á eftir Southampton.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×