Enski boltinn

Guardiola að gefast upp á meiðslahrjáðum Mendy og íhugar að kaupa vinstri bakvörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola og Mendy í leik á síðustu leiktíð.
Guardiola og Mendy í leik á síðustu leiktíð. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur greint frá því að hann íhugi að kaupa nýjan bakvörð í stað Benjamin Mendy sem hefur greint mikið við meiðsli síðan hann gekk í raðir félagsins.

Mendy hefur einungis spilað sextán leiki frá því að hann skrifaði undir samning við City sumarið 2017 en hnémeiðsli hafa haldið honum mikið frá vellinum.

Hann var þó mættur á bekkinn hjá City í vikunni er liðið vann 1-0 sigur á West Ham en Guardiola sagði þó frá því eftir leikinn að hann ætti eitthvað í land og hafi því aldrei verið líklegur til að koma inn á.

„Ég veit ekki hvað gerist en við erum að hugsa um það að finna einhverja leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Guardiola í samtali við fjölmiðlamenn fyrir leik helgarinnar.

„Í dag er Mendy ekki klár. Meiðslin hafa skeð tvö tímabilið í röð og gæti gerst það þriðja. Vonandi ekki því hann leggur hart að sér en sannleikurinn er að við höfum einungis getað notað hann í fáum leikjum.“

„Svo á endanum eru sterkustu strákarnir hér á hverjum degi og það er ástæðan fyrir því að við erum að skoða hlutina fyrir næsta tímabil.“

Ekkert gefið eftir hjá Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×