Enski boltinn

Aron Einar á leið til Al Arabi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron er á leið úr ensku úrvalsdeildinni.
Aron er á leið úr ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson er búinn að semja við Al Arabi í Katar ef marka má samfélagsmiðla liðsins en þar talar Aron undir einni færslu sem félagið setti á Twitter-síðu sína í kvöld.

Í myndinu heyrist rödd Arons undir lok myndbandsins eftir að HM-lagið með Agli Einarssyni, DJ Muscleboy, hafði hljómað áður.

Aron er samningslaus eftir leiktíðina en hann er nú á mála hjá Cardiff. Hann hefur verið á mála hjá Cardiff frá því 2011 og hefur leikið með liðinu 252 leiki en í þeim leikjum hefur hann skorað 25 mörk.







Nú virðist sem hugur Arons leiti úr enska boltanum en hann hefur verið orðaður við brottför frá Englandi allt síðasta ár. Þar ákvað hann hins vegar að taka slaginn eitt ár í viðbót með Cardiff og hefur verið lykilmaður liðsins í úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.

Cardiff er í mikilli fallbaráttu en síðasta verk Arons á Englandi verður líklega að reyna halda Cardiff í deild þeirra bestu. Þeir eru í fallsæti og eiga níu leikir eftir í deildinni. Þeir hafa unnið átta leiki í deildinni það sem af er og enginn sigur hefur komið án Arons. Rosalega mikilvægur hlekkur.

Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari er þjálfari Al Arabi en hann tók við liðinu á haustmánuðum eftir að hafa hætt með íslenska landsliðið.

Aron Einar er nú með landsliðinu í Katalóníu þar sem liðið undirbýr sig undir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni eM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×