Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í Gdansk. Vegagerðin Verulega styttist í að smíði nýs Herjólfs klárist en skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Gdansk í Póllandi er á lokasprettinum í smíðinni sjálfri en endanlegum frágangi er þó ekki að fullu lokið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar en þar segir að flokkunarfélag skipsins og Samgöngustofa eigi eftir að taka skipið út. Þegar því er lokið og brugðist hefur verið við athugasemdum á fullnægjandi hátt er skipið tilbúið. Auk þessara atriða sem tengjast smíðinni þarf að ganga frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. Flokkunarfélag skipsins, DNV-GL, á enn eftir að taka út mikilvægan öryggisbúnað áður en það getur gefið út nauðsynleg vottorð fyrir skipið. Skoðunarmenn Samgöngustofu eru væntanlegir á miðvikudag til að fara í upphafsskoðun á skipinu. Sú skoðun tekur nokkra daga en það er ekki fyrr en að lokinni þeirri skoðun sem hægt er að gefa út haffærnisskírteini Herjólfs. Öðruvísi verður ferjunni því ekki siglt heim. Flokkunarfélag er óháð stjórnvöldum og tekur út hvort skip uppfylli staðla og reglur. Vegagerðin er í viðræðum CRIST S.A. um uppgjör lokagreiðslu fyrir ferjuna. Lokagreiðsla samanstendur af 15% samningsfjárhæðar auk uppgjörs fyrir umsamin aukaverk að frádregnum samningsbundnum frádrætti vegna tafa á afhendingu og tæknilegra frávika frá smíðalýsingu samkvæmt nánar tilgreindri aðferðarfræði sem tiltekin er í samningi milli aðila. Þessar viðræður eru á viðkvæmu stigi og segir á vef Vegagerðarinnar að ekki sé unnt að greina frá innihaldi þeirra að svo stöddu en gert er ráð fyrir að mál skýrist frekar undir lok næstu viku. Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Verulega styttist í að smíði nýs Herjólfs klárist en skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Gdansk í Póllandi er á lokasprettinum í smíðinni sjálfri en endanlegum frágangi er þó ekki að fullu lokið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar en þar segir að flokkunarfélag skipsins og Samgöngustofa eigi eftir að taka skipið út. Þegar því er lokið og brugðist hefur verið við athugasemdum á fullnægjandi hátt er skipið tilbúið. Auk þessara atriða sem tengjast smíðinni þarf að ganga frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. Flokkunarfélag skipsins, DNV-GL, á enn eftir að taka út mikilvægan öryggisbúnað áður en það getur gefið út nauðsynleg vottorð fyrir skipið. Skoðunarmenn Samgöngustofu eru væntanlegir á miðvikudag til að fara í upphafsskoðun á skipinu. Sú skoðun tekur nokkra daga en það er ekki fyrr en að lokinni þeirri skoðun sem hægt er að gefa út haffærnisskírteini Herjólfs. Öðruvísi verður ferjunni því ekki siglt heim. Flokkunarfélag er óháð stjórnvöldum og tekur út hvort skip uppfylli staðla og reglur. Vegagerðin er í viðræðum CRIST S.A. um uppgjör lokagreiðslu fyrir ferjuna. Lokagreiðsla samanstendur af 15% samningsfjárhæðar auk uppgjörs fyrir umsamin aukaverk að frádregnum samningsbundnum frádrætti vegna tafa á afhendingu og tæknilegra frávika frá smíðalýsingu samkvæmt nánar tilgreindri aðferðarfræði sem tiltekin er í samningi milli aðila. Þessar viðræður eru á viðkvæmu stigi og segir á vef Vegagerðarinnar að ekki sé unnt að greina frá innihaldi þeirra að svo stöddu en gert er ráð fyrir að mál skýrist frekar undir lok næstu viku.
Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira